Varar við skelfilegum afleiðingum

Jemenskt barn sem þjáist af vannæringu á heilsugæslustöð í höfuðborginni …
Jemenskt barn sem þjáist af vannæringu á heilsugæslustöð í höfuðborginni Sanaa. Mynd úr safni. AFP

Blanda hung­urs, lofts­lags­breyt­inga og átaka af manna­völd­um eru að skapa skelfi­legt ástand að sögn Dav­id Beasley, yf­ir­manns mat­væla­áætl­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (WFP). Hann hvet­ur þjóðir heims til að grípa til aðgerða. 

„Það er mar­tröð, það er ofsa­veður á leiðinni,“ sagði Beasley í ræðu sem hann hélt fyr­ir á fundi Sam­einuðu þjóðanna í Róm.

Það er stefna Sam­einuðu þjóðanna að búið verði að út­rýma hungri í heim­in­um árið 2030. Beasley seg­ir þrjár hindr­an­ir í vegi fyr­ir að þetta tak­ist: stríðsátök, lofts­lags­breyt­ing­ar og að hægt hafi á efna­hags­mál­um.

Það sé því mik­il­vægt að grípa til aðgerða. „Börn deyja á 5-10 sek­úndna fresti af völd­um hung­urs eða vannær­ing­ar,“ sagði hann.

Á meðan sé mat­væl­um sóað bæði í fram­leiðslu­ferl­inu og á heim­il­um fólks.

Svarið fæst ekki bara hér í Róm, held­ur líka á heim­il­um ykk­ar. Hvað ætlið  þið að gera í mál­inu,“ spurði Beasley.

Efnaðir þjóðir heims geti ekki leng­ur leyft sér að horfa fram hjá vand­an­um, því hann hafi áhrif á flótta­manna­straum­inn. „Um hverja pró­sentu sem hung­ur eykst þá eykst flótta­manna­straum­ur­inn um tvö pró­sent,“ bætti hann við.

Ní­undi hver jarðarbúi, eða um 821 millj­ón­ir manna, þjáðust af hungri á síðasta ári og er það þriðja árið í röð sem fjöld­inn eykst að því er fram kem­ur í skýrslu Sam­einuðu þjóðanna. Þá er skort­ur á snefil­efn­um, svo nefnt „falið hung­ur“ sagt hafa áhrif á tvær millj­ón­ir manna um heim all­an.

Á sama tíma þjást um 600 millj­ón­ir manna af offitu og er kostnaður­inn vegna offitufar­ald­urs­ins veru­leg­ur að sögn Jose Graziano da Silva, yf­ir­manns FAO.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert