Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að láta bandaríska herinn loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ef þarlendum stjórnvöldum tekst ekki að draga úr fjölda flóttamanna sem fara yfir landamærin frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna.
Trump greindi frá þessu á Twitter í morgun þar sem hann segir einnig að barátta gegn fíkniefnainnflutningi sé mikilvægari en viðskiptasamningar. Hótanir og yfirlýsingar Trump koma í aðdraganda þingkosninga vestanhafs en aðeins eru tæpar þrjár vikur til kosninga þar sem repúblikanar reyna hvað þeir geta að verja meirihluta sinn í fulltrúadeildinni.
Þúsundir flóttamanna frá Hondúras hafa komið til Bandaríkjanna um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó á síðustu dögum. Trump segir í færslu sinni að hann hafi fylgst með Demókrataflokknum leiða innrás flóttafólks frá Hondúras, Gvatemala og El Salvador til Bandaríkjanna og að stjórnvöld í Mið-Ameríkuríkjunum sitji aðgerðalaus hjá. Trump segir að í þessum hópi séu glæpamenn.
Landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó voru eitt af stóru kosningamálum Trump í forsetakosningunum 2016 þar sem hann hét því að byggja múr á landamærunum og láta Mexíkó greiða fyrir hann. Múrinn er enn á verkefnalista forsetans þó honum miði hægt.
I am watching the Democrat Party led (because they want Open Borders and existing weak laws) assault on our country by Guatemala, Honduras and El Salvador, whose leaders are doing little to stop this large flow of people, INCLUDING MANY CRIMINALS, from entering Mexico to U.S.....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2018
....In addition to stopping all payments to these countries, which seem to have almost no control over their population, I must, in the strongest of terms, ask Mexico to stop this onslaught - and if unable to do so I will call up the U.S. Military and CLOSE OUR SOUTHERN BORDER!..
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2018
....The assault on our country at our Southern Border, including the Criminal elements and DRUGS pouring in, is far more important to me, as President, than Trade or the USMCA. Hopefully Mexico will stop this onslaught at their Northern Border. All Democrats fault for weak laws!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 18, 2018