Fimmtán starfsmenn sádi-arabísku ræðismannsskrifstofunnar í Istanbúl voru yfirheyrðir af saksóknurum í dag vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi.
Starfsmennirnir, sem eru allir tyrkneskir ríkisborgarar, teljast vera vitni í málinu.
Á meðal þeirra sem ræddu við saksóknara á skrifstofu ríkissaksóknara voru ökumaður ræðismannsskrifstofunnar, tæknimenn hússins, endurskoðendur og móttökustjórar.
Ekkert hefur spurst til Khashoggi síðan hann fór inn í ræðismannsskrifstofuna 2. október.