Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag „fulla vinnu“ vera í gangi við að stöðva þúsundir hælisleitenda frá Hondúras sem nú eru á leið til Bandaríkjanna.
Hópurinn, sem tæplega 3.000 Hondúrasbúa eru í, hélt ferð sinni áfram í dag eftir að óeirðalögreglan náði að stöðva för hans í gær við landamæri Gvatemala og Mexíkó.
„Full vinna er í gangi við að stöðva áhlaup ólöglegra innflytjenda við að komast yfir suðurlandamæri okkar,“ sagði Trump á Twitter.
Full efforts are being made to stop the onslaught of illegal aliens from crossing our Souther Border. People have to apply for asylum in Mexico first, and if they fail to do that, the U.S. will turn them away. The courts are asking the U.S. to do things that are not doable!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 21, 2018
„Fólkið verður fyrst að sækja um hæli í Mexíkó og ef það gerir það ekki munu Bandaríkin vísa því á brott. Dómstólar eru að biðja Bandaríkin um hið ómögulega!“ Sagði Trump því næst fólksstrauminn vera Demókrataflokknum til skammar og að breyta þurfi innflytjendalöggjöfinni strax.