Íhuga að afmá skilgreiningu á transfólki

Ríkisstjórn Donalds Trump hefur það til skoðunar að þrengja skilgreiningu …
Ríkisstjórn Donalds Trump hefur það til skoðunar að þrengja skilgreiningu á kyni. AFP

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur til skoðunar að þrengja skilgreiningu á kyni einstaklinga. Endurskilgreiningin felst í því að Bandaríkjamenn geti einungis skilgreint sig sem karl eða konu í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu.

Þetta kemur fram í minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna sem New York Times hefur undir höndum.

Verði breytingin að lögum yrði það stórfelld stefnubreyting frá forsetatíð Barack Obama þegar réttindi fólks sem skilgreina sig sem annað en sitt líffræðilega kyn, svo sem transfólk, voru aukin til muna. Talið er að um það bil eins og hálf milljón Bandaríkjamanna skilgreini sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra segir til um eða kýs að skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar.

Minnisblaðið var skrifað í vor og þar er kyn skilgreint sem „óbreytt ástand einstaklings sem karls eða konu sem byggist á óumbreytanlegum líffræðilegum eiginleikum, greinanlegum fyrir eða við fæðingu.“ Með breytingunni getur transfólk því ekki skilgreint kyn sitt líkt og það óskar. 

Áform ríkisstjórnarinnar hafa vakið hörð viðbrögð, ekki síst hjá transfólki í Hollwood og stjórnmálamönnum sem hafa barist fyrir réttindum þess. Þá kom fólk saman í nafni LGBTQI+ samtakanna í Washington Sqaure Park í New York í gær og mótmælti fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar. 

Áformum ríkisstjórnarinnar um að þrengja skilgreiningu á kyni var mótmælt …
Áformum ríkisstjórnarinnar um að þrengja skilgreiningu á kyni var mótmælt í gær, stuttu eftir að minnisblað þess efnis var lekið úr heilbrigðisráðuneytinu. AFP

„Grimmd og fordómar þessarar ríkisstjórnar hefur engin mörk. Við ættum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda trans bræður okkar og systur,“ segir í færslu Bernie Sanders.



View this post on Instagram

@realdonaldtrump

A post shared by Caitlyn Jenner (@caitlynjenner) on Oct 21, 2018 at 11:44am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert