Sennilega kominn til þriðja lands

Þessi maður er grunaður um að hafa stungið Heikki Bjørklund …
Þessi maður er grunaður um að hafa stungið Heikki Bjørklund Paltto til bana á heimili þess síðarnefnda í Majorstuen-hverfinu í Ósló í hádeginu síðastliðinn mánudag. Myndirnar eru úr öryggismyndavél á lestarstöðinni í Skøyen í Ósló. Hann er nú eftirlýstur um allan heim. Mynd/Lögreglan í Ósló

Makaveli Lindén, sem er eftirlýstur fyrir morðið á Heikki Bjørklund Paltto í Majorstuen-hverfinu í Ósló, er talinn vera farinn úr landi en samkvæmt frétt Aftonbladet benda rafrænar upplýsingar til þess að hann sé hvorki að finna í Svíþjóð né Noregi.

Á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í gær kom fram að Lindén, sem er tvítugur Svíi, er grunaður um að hafa stungið Heikki Bjørk­lund Paltto til bana á heim­ili þess síðar­nefnda í Maj­orstu­en-hverf­inu í Ósló um miðjan dag fyrir viku. Hann er nú eft­ir­lýst­ur um all­an heim.

Í frétt Aftonbladet, sem norska ríkissjónvarpið vísar til, kemur fram að í gær hafi komið fram rafrænar upplýsingar sem bendi til þess að hann sé farinn úr landi. 

Frétt NRK

Samkvæmt frétt Aftonbladet hefur danska lögreglan ekki viljað upplýsa um hvort hún tengist málinu en talsmaður þýsku lögreglunnar segist þekkja málið. Í gærkvöldi upplýsti sænska lögreglan um nafn mannsins sem er leitað en norska lögreglan hafði aðeins upplýst um að hann væri tvítugur að aldri og frá Uppsala.

Sænska lögreglan segir að hann heiti Christian Bo Lindén en hafi breytt nafni sínu í Makaveli Lindén. Þar sem ekki hafi enn spurst til hans hafi lögreglan ákveðið að upplýsa um nafn hans í þeirri von að það verði til þess að hann finnist fyrr.

Lögmaður sem var áður verjandi hans segir í samtali við NRK að hann hafi verið látinn laus úr fangelsi í september eða október og samkvæmt Aftonbladet losnaði hann úr fangelsi fyrir tveimur mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert