Skaðabætur lækkaðar um 20 milljarða

Dewayne Johnson þegar hann vann málið gegn Monstanto í ágúst.
Dewayne Johnson þegar hann vann málið gegn Monstanto í ágúst. AFP

Dómari í San Francisco hefur hafnað beiðni Monsanto, sem er stærsti efnaframleiðandi til landbúnaðar í Bandaríkjunum, um að ný réttarhöld verði haldin í máli manns sem Monsanto var dæmt til að greiða 289 milljónir dala í skaðabætur, eða rúma 30 milljarða króna.

Skaðabæturnar til mannsins voru þó lækkaðar niður í 78 milljónir dala, eða rúma 9 milljarða króna.

Dómarinn staðfesti úrskurð kviðdóms frá því í ágúst þar sem Monstanto var sagt bera ábyrgð á því að hafa ekki varað manninn við því að plöntueyðirinn sem hann notaði við störf sín gætu valdið krabbameini. Maðurinn, Dewayne Johnson, hélt því fram að hann hefði fengið krabbamein eftir að hafa notað plöntueyði sem innihélt glýfosat.

Samsett mynd af Bayer og Monsanto.
Samsett mynd af Bayer og Monsanto. AFP

„Þrátt fyrir að við teljum að ávörðunin um lægri skaðabætur hafi ekki verið réttmæt og að við séum að skoða næstu skref, þá erum við ánægð með að dómstóllinn breytti ekki niðurstöðu kviðdómsins,“ sagði lögmaður Johnson. „Sönnunargögnin sem lögð voru fram fyrir kviðdómendur voru, satt besta að segja, afar traust.“

Dómarinn sagði að Johnson gæti samþykkt lægri skaðabætur eða farið fram á ný réttarhöld þar sem fjallað yrði um hvað Monstanto skyldi greiða honum háar bætur.

„Dagurinn í dag er sigur fyrir dómskerfið okkar,“ bætti lögmaðurinn við.

Monsanto er í eigu þýska lyfja- og efnafyrirtækisins Bayer, sem ætlar að áfrýja niðurstöðunni. Hlutabréf í Bayer lækkuðu um 7,1% í kauphöllinni í Frankfurt í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka