Flugvél brotlenti á hraðbraut

Vélin brotlenti á hraðbraut í Agoura-hæðum í Los Angeles.
Vélin brotlenti á hraðbraut í Agoura-hæðum í Los Angeles. AFP

Betur fór en á horfðist þegar flugvél frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar brotlenti á hraðbraut í Agoura-hæðum í Los Angeles í gær. Flugmaðurinn var einn um borð og slapp hann með minni háttar skrámur. Tókst honum að koma sér út úr vélinni áður en hún varð alelda eftir brotlendinguna.

Vélin var af gerðinni AT-6 og bar merki Þýskalands frá seinni heimsstyrjöldinni á vængjum sínum. Vélin hefur hingað til verið notuð við flugsýningar.

Ekki er ljóst hvað olli slysinu en KTLA hefur heimildir fyrir því að flugmaðurinn hafi starfað sem atvinnuflugmaður í yfir 30 ár. 

Frétt BBC


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert