Taka upp allar fyrri refsiaðgerðir gegn Íran

Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur hér á forsetatilskipun þar sem allar …
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur hér á forsetatilskipun þar sem allar fyrri refsiaðgerðir gegn Íran eru settar á að nýju. AFP

Bandarísk stjórnvöld ætla að taka upp allar þær refsiaðgerðir gegn Íran sem afnumdar voru sem hluti af alþjóðulegu kjarnorkusamkomulagi við Íran, sem undirritað var 2015, að því er  BBC greinir frá.

Það var í vor sem banda­rísk stjórn­völd sögðu sig frá kjarn­orku­sam­komu­laginu og sagði  Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti  ástæðuna þá að samkomulagið væri „meingallað“.

Samkomulagið fól í sér að írönsk yfirvöld drógu verulega úr tilraunum sínum til að verða kjarnorkuveldi í skiptum fyrir aukna þróunaraðstoð.

í ág­úst til­kynnti  Trump svo að hann ætlaði að fylgja refsiaðgerðum gegn Íran eft­ir af fullri hörku. 

Alþjóðadóm­stóll­inn (ICJ), sem er æðsti dóm­stóll Sam­einuðu þjóðanna,  fyr­ir­skipaði Banda­ríkj­un­um í síðasta mánuði að draga úr refsiaðgerðum. Úrsk­urðaði dóm­stóll­inn að banda­rísk yf­ir­völd verði að fjar­lægja „all­ar hindr­an­ir“ á flutn­ingi mannúðar­gagna til Íran, m.a. á flutn­ingi mat­væla, lyfja og ör­ygg­is­búnaðar fyr­ir flug­vél­ar.

Banda­rísk stjórn­völd full­yrða hins veg­ar að úr­sk­urður­inn sé „ósig­ur“ fyr­ir Íran, þar sem þau heim­ili nú þegar flutn­ing gagna í mannúðarskyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert