Bandarísk stjórnvöld ætla að taka upp allar þær refsiaðgerðir gegn Íran sem afnumdar voru sem hluti af alþjóðulegu kjarnorkusamkomulagi við Íran, sem undirritað var 2015, að því er BBC greinir frá.
Það var í vor sem bandarísk stjórnvöld sögðu sig frá kjarnorkusamkomulaginu og sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti ástæðuna þá að samkomulagið væri „meingallað“.
Samkomulagið fól í sér að írönsk yfirvöld drógu verulega úr tilraunum sínum til að verða kjarnorkuveldi í skiptum fyrir aukna þróunaraðstoð.
í ágúst tilkynnti Trump svo að hann ætlaði að fylgja refsiaðgerðum gegn Íran eftir af fullri hörku.
Alþjóðadómstóllinn (ICJ), sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, fyrirskipaði Bandaríkjunum í síðasta mánuði að draga úr refsiaðgerðum. Úrskurðaði dómstóllinn að bandarísk yfirvöld verði að fjarlægja „allar hindranir“ á flutningi mannúðargagna til Íran, m.a. á flutningi matvæla, lyfja og öryggisbúnaðar fyrir flugvélar.
Bandarísk stjórnvöld fullyrða hins vegar að úrskurðurinn sé „ósigur“ fyrir Íran, þar sem þau heimili nú þegar flutning gagna í mannúðarskyni.