Kusu látinn mann á þing

Dennis Hof.
Dennis Hof. AFP

Kjósendur í suðurhluta Nevada-ríkis í Bandaríkjunum kusu kaupsýslumanninn Dennis Hof á þing ríkisins fyrir 36. umdæmi í kosningunum í gær, en Hof, sem er hvað þekktastur fyrir að reka fjölda vændishúsa, lýsti því yfir framboði sínu síðasta sumar.

Þetta væri ekki í frásögu færandi ef Hof hefði ekki látist í síðasta mánuði 72 ára að aldri. Hof var í framboði fyrir Repúblikanaflokkinn og fyrir vikið þarf að setja ákveðið ferli í gang í kjölfarið til þess að skipa annan repúblikana til að gegna þingmennskunni.

Reiknað er með að annað hvort muni Joe Burdzinski, formaður miðstjórnar repúblikana í 36. umdæmi eða James Oscarson, fyrrverandi þingmaður, verði fyrir valinu. Hof atti kappi við Lesia Romanov, frambjóðanda demókrata, og sigraði með 67% gegn 32%.

Fréttavefur USA Today segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert