Pelosi tekur við af Ryan

Talið er fullvíst að leiðtogi demókrata, Nancy Pelosi, muni taka sæti forseta fulltrúadeildarinnar nú eftir að demókratar hafa endurheimt meirihlutann í deildinni. Paul Ryan, sem hefur gegnt embættinu undanfarin ár fyrir repúblikana, er hættur á þingi.

Ryan var ekki val­mögu­leiki á kjör­seðil­in­um í 1. kjör­dæm­i Wiscons­in-rík­is, í fyrsta sinn síðan 1998. Ryan, for­seti þing­deild­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi vara­for­seta­efni Mitt Rom­ney 2012, ákvað óvænt að sækj­ast ekki eft­ir end­ur­kjöri.

Verði Pelosi forseti þingdeildarinnar verður hún valdamesta konan í bandarískum stjórnmálum en staða kvenna batnar mjög á Bandaríkjaþingi eftir þessar kosningar. Pelosi var forseti fulltrúardeildarinnar frá 2007 til 2011 og þar með fyrsta konan til að gegna þessu valdamikla embætti. Þegar ljóst var að demókratar myndu ná meirihlutanum hringdi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, í hana og óskaði henni til hamingju. Trump getur glaðst yfir ýmsu í þessum kosningum því þeir frambjóðendur sem hann studdi með ráðum og dáð gekk mjög vel. 

Þegar Pelosi gegndi embætti forseta fulltrúadeildarinnar (2007-2008) stóð hún mjög uppi í hárinu á þáverandi forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, en Barack Obama var síðan kjörinn forseti. Fastlega má gera ráð fyrir að staðan verði svipuð nú þegar repúblikani situr á forsetastóli. 

Demókratar geta nú komið í veg fyrir lagasetningar repúblikana, svo sem lækkun skatta til þess að reisa múr á landamærum Mexíkó. 

Allt bendir nú til þess að Trump geti lent í vanda með fjármögnun múrsins þar sem  re­públi­kan­inn Kevin Yoder náði ekki kjöri. Hann komst á þing árið 2010 og sóttist eft­ir end­ur­kjöri í ár. Obama tapaði kjör­dæm­inu árið 2012 fyr­ir Mitt Rom­ney með mikl­um mun en Hillary Cl­int­on hafði bet­ur gegn Trump með naum­ind­um árið 2016.

Yoder er yf­ir­maður fjár­veit­inga­nefnd­ar fyr­ir ör­ygg­is­mál í full­trúa­deild­inni. Hann hef­ur þannig fjár­veit­inga­vald til að hafna eða setja fé í múrinn en það breyttist í nótt því demó­krat­inn Sharice Dav­ids hafði betur.

Í fréttaskýringu Magnúsar Heimis Jónassonar á mbl.is nýverið kom fram að Davids er 38 ára lögmaður og fyrr­ver­andi MMA-bar­daga­kona. Hún er sam­kyn­hneigður frum­byggi og vann sterk­an sig­ur á móti öfl­ug­um fram­bjóðend­um í próf­kjöri demó­krata.

Auk hennar var Deb Haaland kjörin á þing fyrir demókrata en þær tvær eru fyrstu frumbyggjakonurnar sem kjörnar eru á þing í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert