Ræddu stofnun nýs Evrópuhers

Emmanuel Macron, forset Frakklands, hefur kallað eftir því að „alvöru …
Emmanuel Macron, forset Frakklands, hefur kallað eftir því að „alvöru evrópskur her“ verði stofnaður. AFP

Varnarmálaráðherra níu Evrópuríkja hittust á fundi í París í dag í þeim tilgangi að undirbúa stofnun sameiginlegs hers Evrópu. Stofnun hersins er af frumvæði Frakka en að undirbúningnum koma einnig Þýskaland, Spánn, Holland, Belgía, Danmörk, Eistland og Portúgal, ásamt Bretlandi. Þá er einnig fyrirhugað að Finnar muni eiga aðild að hernum, sem hefur fengið nafnið EI2.

Tilgangurinn með stofnun hersins er að koma upp herafla sem er óháður Bandaríkjunum og geti tryggt öryggi meðal annars gegn Rússlandi og Kína. Herinn á einnig að vera óháður Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO).

Emmanuel Macron, forset Frakklands, hefur kallað eftir því að „alvöru evrópskur her“ verði stofnaður, ekki síst í ljósi gagnrýni Donalds Trump Bandaríkjaforseta á NATO. Macron segir að Evrópuherinn eigi að geta brugðist við ógnum frá Rússlandi, Kína og jafnvel Bandaríkjunum með hinn óútreiknanlega Trump við völd.

Á fundinum í dag var meðal annars farið yfir þau forgangsmál sem ríkin leggja áherslu á og á hvað landsvæði sameiginlegur her muni nýtast best.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert