Yfir 150.000 manns flýja elda í Kaliforníu

Heimili og bílar brenna í bænum Paradise í norðurhluta Kaliforníu …
Heimili og bílar brenna í bænum Paradise í norðurhluta Kaliforníu síðustu nótt. AFP

Tveir stór­ir skógar­eld­ar geisa nú í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um, ann­ar vest­an við Los Ang­eles en hinn norðar í rík­inu, nærri borg­inni Sacra­mento.

Yfir 150.000 manns hafa þurft að leggja á flótta frá heim­il­um sín­um und­an eld­un­um, sem breiðast báðir hratt út, sök­um þess hversu hvasst er á svæðinu. Ljóst er að mann­tjón hef­ur orðið.

Skógar­eld­un­um hafa verið gef­in nöfn, sá sem geis­ar nærri Los Ang­eles er kallaður Wools­ey-eld­ur­inn en hinn kallaður Camp-eld­ur­inn.

Hörm­ung­ar í Para­dise

Sá síðar­nefndi hef­ur valdið meiri eyðilegg­ingu og einnig mann­tjóni, sér í lagi í bæn­um Para­dise, þar sem all­ir 27.000 íbú­arn­ir þurftu að flýja heim­ili sín, sem urðu svo öll eld­in­um að bráð.

Reu­ters grein­ir frá því að bíl­slys hafi orðið til þess að um­ferð út úr bæn­um teppt­ist og að fólk hafi yf­ir­gefið bíla sína á veg­um úti og hlaupið frá eld­un­um með börn og gælu­dýr í fang­inu. 

Frá Paradise í dag.
Frá Para­dise í dag. AFP

Yf­ir­völd í rík­inu segja ljóst að mann­tjón hafi orðið, en ekki er vitað hve marg­ir létu lífið. Þó er staðfest að alla vega fimm manns hafa fund­ist lát­in í Para­dise, en lík­in fund­ust öll í bif­reiðum sem höfðu orðið eld­in­um að bráð.

Eld­ur­inn kviknaði nærri bæn­um Camp Creek í gær og nær nú yfir 8.100 hekt­ara svæði og slökkviliðsmenn fá ekk­ert við hann ráðið.

Flytja þurfti alla sjúklinga af sjúkrahúsinu í Paradise, sem síðar …
Flytja þurfti alla sjúk­linga af sjúkra­hús­inu í Para­dise, sem síðar varð eld­in­um að bráð. AFP

Wools­ey-eld­ur­inn ógn­ar nú byggð við strönd­ina nærri Los Ang­eles, meðal ann­ars hluta Mali­bu. Hann braust út nærri bæn­um Thousand Oaks, þar sem árás­armaður myrti 12 manns í skotárás á miðviku­dag.

Tug­ir þúsunda heim­ila hafa verið rýmd á svæðinu sem ligg­ur á milli Thousand Oaks og vest­ur­hluta Los Ang­eles-borg­ar, um 40 kíló­metra kafla.

Woolsey-eldurinn skríður um hlíðarnar nærri Los Angeles.
Wools­ey-eld­ur­inn skríður um hlíðarn­ar nærri Los Ang­eles. AFP

Á þessu svæði búa fjöl­marg­ar Hollywood-stjörn­ur í stór­hýs­um sín­um og hafa þau Kim Kar­dashi­an og Kanye West meðal annarra orðið að yf­ir­gefa heim­ili sitt. West greindi frá því á Twitter í dag að fjöl­skyld­an væri óhult.

Frétt LA Times

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert