Fjöldi látinna kominn í níu

AFP

Fjöldi látinna vegna skógareldanna sem geisað hafa í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum er kominn í níu. Öll dauðsföllin urðu í bænum Paradise norður af höfuðborg ríkisins, Sacramento, en öllum íbúum bæjarins hefur verið fyrirskipað að yfirgefa hann.

Skógareldarnir hófust á fimmtudaginn og eru annars vegar í vesturhluta Kaliforníu-ríkis og hins vegar í suðurhluta ríkisins. Haft er eftir embættismönnum í frétt AFP að umfang þess eignatjóns sem orðið hafi í eldunum sé gríðarlegt fyrir utan manntjónið.

Fimm dauðsföll höfðu áður verið tilkynnt samkvæmt fréttinni. Ekki hafa verið veittar nánari upplýsingar um þá sem létu lífið en embættismenn segja að ekki hafi enn verið hægt að komast á þá staði þar sem tilkynnt hafi verið um dauðsföllin.

Þó hefur verið greint frá því að fjórir einstaklingar hafi fundist látnir í bifreið í Paradise og lík eins einstaklings hafi fundist skammt frá bifreiðinni. Þrír fundust látnir fyrir utan íbúðarhúsnæði í bænum og einn inni í húsinu. Tuga er enn saknað.

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka