Law mér að gleyma!

Law í kunnuglegri stellingu; að fagna einu af 237 mörkum …
Law í kunnuglegri stellingu; að fagna einu af 237 mörkum sínum fyrir Manchester United.

Hann var mætt­ur á sinn stað í miðjum víta­teign­um, fékk lága send­ingu frá hægri og flikkaði knett­in­um í netið fram­hjá bjarg­ar­laus­um markverðinum – með hæln­um. Eins el­eg­ant og það gat orðið, svo sem gömlu kemp­unn­ar var von og vísa. Alla jafna hefði Leik­hús draumanna sprungið í loft upp af hrifn­ingu og gleði en að þessu sinni mátti heyra saum­nál detta. Þetta eft­ir­miðdegi var Den­is Law, „kóng­ur­inn á Old Trafford“, nefni­lega klædd­ur í heiðbláa treyju höfuðand­stæðings­ins, Manchester City. Til að bíta höfuðið af skömm­inni féll Manchester United í 2. deild, sem þá hét, þenn­an dag eft­ir þrjá­tíu ár meðal þeirra bestu – aðeins sex árum eft­ir að læri­svein­ar Matts Bus­bys lyftu Evr­ópu­bik­arn­um á Wembley.

Bus­by var að vísu sest­ur í helg­an stein á þess­um tíma og Tommy Docherty tek­inn við United-liðinu. Það er kald­hæðni ör­lag­anna að það var ein­mitt Den­is Law sem mælti með því að Docherty yrði ráðinn en þeir höfðu kynnst meðan sá síðar­nefndi stýrði skoska landsliðinu.

Sjald­an í spark­sög­unni hef­ur marka­skor­ari fagnað með eins hófstillt­um hætti; ugg­laust hefði aum­ingja Law helst kosið að jörðin gleypti hann á þessu augna­bliki. Hon­um leið aug­ljós­lega mjög illa, það var eng­in til­gerð, enda hafði hann yf­ir­gefið Manchester United sum­arið áður eft­ir ell­efu far­sæl ár sem höfðu lyft hon­um á stall með goðsögn­um.

Rudd­ust inn á völl­inn

Skömmu eft­ir markið var Law skipt út af og leik­ur­inn rann út í sand­inn þegar hörðustu áhang­end­ur United þustu inn á völl­inn í þeirri veiku von að úr­slit­un­um yrði hnekkt og leik­ur­inn leik­inn að nýju. Þeim varð ekki káp­an úr því klæðinu; knatt­spyrnu­sam­bandið lét úr­slit­in standa, enda aðeins ör­fá­ar mín­út­ur óleikn­ar, og þegar Bir­ming­ham City vann sinn leik skömmu síðar, gegn Norwich City, sem þegar var fallið, lá fyr­ir að United myndi leika í 2. deild vet­ur­inn eft­ir.

Raun­ar skiptu úr­slit­in í leik United og City ekki máli þegar upp var staðið; sig­ur hefði ekki dugað „Rauðu djöfl­un­um“ til að halda sæti sínu. Það er því út­breidd­ur mis­skiln­ing­ur að Law hafi fellt sína gömlu fé­laga enda þótt hann hafi vitað minnst um það sjálf­ur þegar hann horfði á eft­ir knett­in­um í netið. Hæl­spyrna hans gerði þó af­skap­lega lítið til að lyfta and­rúms­loft­inu á Old Trafford þetta kalda eft­ir­miðdegi vorið 1974.

Ekki svo að skilja að Law hafi huggað sig við þá staðreynd gegn­um tíðina að hann hafi ekki veitt sínu gamla fé­lagi náðar­höggið. „Mér leið bölv­an­lega, sem var mjög ólíkt mér,“ sagði hann í sam­tali við dag­blaðið Daily Mail árið 2012. „Eft­ir að hafa rembst eins og rjúp­an við staur­inn að skora mörk í nítj­án ár hafði ég allt í einu skorað mark sem ég vildi að ég hefði aldrei skorað. Ég var óhugg­andi; óskaði þess að þetta hefði ekki átt sér stað.“

Synd og skömm

Spurður hversu lengi sú til­finn­ing hefði bærst með hon­um svaraði Law: „Hvað er langt síðan þessi leik­ur fór fram? Meira en þrjá­tíu ár. Þar hef­urðu svarið. Þetta mark ber alltaf annað veifið á góma og mín verður alla tíð minnst vegna þess. Sem er synd og skömm.“
Þegar annað breskt blað, The In­depend­ent, náði í skottið á Law tveim­ur árum síðar, í til­efni af Manchester-slagn­um, kvaðst hann ekki muna eft­ir mark­inu. Og dró augað í pung. „Stuðnings­menn City minna mig þó endr­um og sinn­um á það,“ var haft eft­ir hon­um. Blaðamaður­inn skynjaði þó sterkt að Law þætti ekki auðvelt að tala um þetta og gaf hon­um því til­finn­inga­legt svig­rúm.

Ekki er víst að all­ir muni eft­ir því en Den­is Law sneri þarna aft­ur til Manchester City en hann lék fyrst með liðinu vet­ur­inn 1960-61, tví­tug­ur að aldri. Kom þaðan fyr­ir met­fé, 55.000 pund, frá Hudders­field Town. Law lenti í þeim ósköp­um þessa leiktíð að skora sex mörk í ein­um og sama leikn­um, gegn Lut­on Town í bik­arn­um – en tapa samt. Hvernig gat það gerst? Jú, leikn­um var hætt vegna bágra vall­ar­skil­yrða og leik­inn á ný. Þá skoraði Law enn og aft­ur en Lut­on vann eigi að síður, 3:1.

Grein­ina í heild má lesa í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Denis Law sendir boltann með hælnum framhjá agndofa Alex Stepney …
Den­is Law send­ir bolt­ann með hæln­um fram­hjá agndofa Alex Step­ney í marki Manchester United á Old Trafford vorið 1974. Markið sem Law langaði aldrei að skora og hef­ur séð eft­ir alla tíð.
Denis Law í búningi Manchester City. Hann lék í tvö …
Den­is Law í bún­ingi Manchester City. Hann lék í tvö tíma­bil með liðinu – með þrett­án ára milli­bili.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert