Söngkonan Miley Cyrus og unnusti hennar, leikarinn Liam Hemsworth, eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sitt í gróðureldunum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Cyrus greinir frá þessu á Twitter og segist vera ein af þeim heppnu.
Miley er mikill dýravinur, en öll dýrin hennar, auk ástarinnar í lífi hennar, komust heilu og höldnu frá eldunum. „Það er það eina sem skiptir máli,“ skrifar söngkonan á Twitter. Hún segir húsið þeirra ekki standa lengur en minningarnar sem hún á með fjölskyldu og vinum séu þar enn.
all I have left. Sending so much love and gratitude to the firefighters and LA country Sheriff’s department! If you are interested in getting involved see next tweet....
— Miley Ray Cyrus (@MileyCyrus) 12 November 2018
Donate $ , Time , Supplies
I love you more than ever , Miley
Söngvarinn Robin Thicke þakkaði á Instagram slökkviliðinu fyrir að hætta lífi sínu til að reyna að bjarga húsinu hans. Fjölskylda hans er heil á húfi.
View this post on InstagramA post shared by Robin Thicke (@robinthicke) on Nov 11, 2018 at 12:47pm PST
Samkvæmt vef BBC eru Kim Kardashian-West og fjölskylda, Lady Gaga, Orlando Bloom, Caitlyn Jenner og Neil Young einnig meðal þeirra sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Kaliforníu vegna eldanna, sem hafa orðið á fjórða tug manns að bana.