„Þetta er hið nýja afbrigðilega“

Slökkviliðsmaður að störfum við að ráða niðurlögum gróðurelda í Kaliforníu.
Slökkviliðsmaður að störfum við að ráða niðurlögum gróðurelda í Kaliforníu. AFP

Tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke og leikarinn Gerard Butler eru í hópi þeirra sem misst hafa heimili sín í gróðureldunum sem nú geisa í Kaliforníu. Tala látinna er komin komin upp í 31, um 200 manns er enn saknað og 250 þúsund hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín.

Butler birti mynd á Twitter af brunarústum heimilis síns í Malibu og þakkaði slökkviliðsmönnum fyrir það hugrekki sem þeir sýndu í baráttunni við eldana, að því er CNN greinir frá. Thicke birti yfirlýsingu á Instagram og þakkar þar slökkviliðsmönnum og sjálfboðaliðum sem „hættu lífi sínu til að reyna að bjarga heimili okkar“.

Í færslu á versíðu sinni harmar Young áhrif loftslagsbreytinga. „Ég hef áður misst heimili mitt í gróðureldum í Kaliforníu og nú gerist það aftur,“ sagði hann.

View this post on Instagram

A post shared by Robin Thicke (@robinthicke) on Nov 11, 2018 at 12:47pm PST

Um 250 þúsund íbú­ar Kali­forn­íu hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna skógar­eld­anna, sem eru þrír tals­ins, í rík­inu. Ótt­ast er hvað ger­ist nú þegar farið er að hvessa og hef­ur Jerry Brown, rík­is­stjóri Kali­forn­íu, óskað eft­ir því við Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, að hann lýsi yfir meiri­ hátt­ar ham­förum því með því er hægt að nýta fleiri al­rík­is­neyðarsjóði. Beiðni Brown barst dag­inn eft­ir að Trump hótaði því að draga úr fjár­fram­lög­um til Kali­forn­íu þar sem hann telji að eld­ur­inn hafi kviknað vegna slæl­egr­ar stjórn­un­ar í skóg­ar­mál­um rík­is­ins, sam­kvæmt frétt BBC.

Um 250.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín, 31 …
Um 250.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín, 31 er látinn og 200 er enn saknað. AFP

 

Yfir 6.700 heim­ili hafa orðið eld­in­um að bráð í bæn­um Para­dís en bær­inn hef­ur verið þurrkaður út af yf­ir­borði jarðar.

„Þetta er ekki nýja normið, þetta er hið nýja afbrigðilega,“ sagði Brown um þátt loftslagsbreytinga í gróðureldunum. „Þetta er raunverulega að gerast.“

Gróðureldarnir berast hratt yfir Malibu.
Gróðureldarnir berast hratt yfir Malibu. AFP

Daryl Osby, lögreglustjóri Los Angeles, tók í sama streng og benti á hversu víða eldarnir valda eyðileggingu í ríkinu. Áður var staðan sú að yfirvöld í suðurhluta ríkisins gátu reitt sig á aðstoð frá nágrönnunum í norðri ef gróðureldar kviknuðu á þessum tíma árs. Það sé hins vegar ekki lengur tilfellið.

„Líkt og eldarnir í Camp-Creek í norðurhluta Kaliforníu sýna – þetta er stærri eldur, fleiri byggingar hafa eyðilagst og fleiri hafa farist – það er augljóst út frá aðstæðum í ríkinu að þetta eru loftslagsbreytingar og þetta mun halda áfram að gerast,“ sagði Osby.

Brunarústar lúxusheimila við Point Dume í Malibu.
Brunarústar lúxusheimila við Point Dume í Malibu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert