Evrópusambandið og breska ríkisstjórnin hafa í sameiningu birt drögin að samningi um útgöngu Breta úr sambandinu sem leiðtogar ESB og breska þingið þurfa að samþykkja.
Skjalið, sem er 585 blaðsíður, var birt ásamt pólitískri yfirlýsingu um framtíðarsamband Bretlands og ESB eftir að Theresa May forsætisráðherra hafði fengið samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir drögunum.