Vopnahlé á Gaza samþykkt

Átökin sem brutust út um helgina eru þau hörðustu í …
Átökin sem brutust út um helgina eru þau hörðustu í fjögur ár og ótt­ast menn að nýtt stríð muni brjót­ast út. AFP

Samið hef­ur verið um vopna­hlé á Gaza eft­ir að um­fangs­mik­il átök brut­ust þar út fyr­ir um tveim­ur sól­ar­hring­um. Egypt­ar höfðu frum­kvæði að samn­ing­um um vopna­hléið sem for­ystu­menn Ham­as, og annarra fylk­inga Palestínu­manna á Gaza, og Ísra­el­ar samþykktu. 

Átök­in sem brut­ust út um helg­ina eru þau hörðustu í fjög­ur ár. Með vopna­hlé­inu von­ast menn til þess að komið verði í veg fyr­ir að nýtt stríð brjót­ist út.

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­in Net­anya­hu, hef­ur verið gagn­rýnd­ur af sam­ráðherr­um sín­um, fyr­ir að samþykkja vopna­hléið, sem vilja grípa til frek­ari aðgerða á svæðinu. Meðal þeirra er land­varn­aráðherra Ísra­els, Avigdor Lie­berm­an, sem er and­víg­ur því að loft­árás­um verði hætt á Gaza.

„Óvin­ir okk­ar grát­báðu um vopna­hlé og þeir vita vel af hverju,“ sagði Net­anya­hu þegar hann varði ákvörðun sína á sam­komu í morg­un til heiðurs Dav­id Ben-Guri­on, fyrsta for­sæt­is­ráðherra Ísra­els.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka