Banna dýrar úlpur í skólanum

Úlpa af tegundinni Canada Goose, en slíkum úlpum er nemendum …
Úlpa af tegundinni Canada Goose, en slíkum úlpum er nemendum bannað að klæðast í skólanum.

Nemendum í framhaldsskóla í Merseyside í Liverpool hefur verið bannað að mæta í dýrum yfirhöfnum í skólann til að koma í veg fyrir að efnaminni nemendur finni fyrir skammartilfinningu vegna sinna yfirhafna.

BBC segir að skólayfirvöld í Woodchurch-framhaldsskólanum í Birkenhead hafi í bréfi til foreldra tilkynnt að nemendum yrði bannað að koma í dýrri merkjavöru á borð við Canada Goose, Pyrenex eða Moncler í skólann og tekur bannið, sem mun taka gildi í byrjun næstu skólaannar, til yfirhafna í barnastærðum sem kosta yfir 60.000 kr.

Skólastjórinn, Rebekah Phillips, segir nemendur og kennara styðja bannið. Nokkrir notendur samfélagsmiðla eru þó á öðru máli og hafa sagt það vera „fullkomlega fáránlegt“.

„Við erum mjög meðvituð hér í skólanum um að gera skólaumhverfið þannig úr garði að það sé fátæktarfrítt, þannig að við funduðum með hópum nemenda og tókum ákvörðunina í samráði við þá,“ sagði Phillips.

Nemendur ræddu við okkur um þrýstinginn á fjölskyldur og þá sjálfa að klæðast ákveðinni merkjavöru. Fyrir nokkrum árum tókum við upp ákveðnar skólatöskur. Foreldrar höfðu þá komið komið að máli við okkur og beðið um að slíkt bann yrði sett á,  áður en við skrifuðum bréfið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert