Höfða mál gegn Boeing vegna flugslyssins

Brak úr þotu Lion Air er hér lyft úr sjónum. …
Brak úr þotu Lion Air er hér lyft úr sjónum. 189 manns fórust í slysinu. AFP

Fjölskylda eins þeirra sem fórust er farþegaþota indónesíska flugfélagsins Lion Air hrapaði í hafið úti fyrir strönd Jövu í síðasta mánuði hefur nú höfðað mál gegn framleiðanda flugvélarinnar vegna meints galla í hönnun hennar.

BBC segir framleiðendur Boeing 737 Max-vélarinnar vera í málshöfðuninni sakaða um að hafa ekki látið flugmenn og flugfélög vita af því að kerfi vélarinnar geti látið hana taka óvænta dýfu niður á við.

Rannsakendur eru nú að kanna meintan hönnunargalla, en forsvarsmenn Boeing fullyrða að þeir séu fullvissir um öryggi vélarinnar.

189 manns fórust er vél Lion Air hrapaði.

Málið var höfðað af lögfræðistofu á Flórída fyrir hönd foreldra Rio Nanda Pratama, sem var um borð í vélinni. Kæran beinist sérstaklega gegn nýjum búnaði Boeing 737 MAX 8- og MAX 9-vélanna, en þær eru hannaðar til þess að bregðast við ef flug­menn hækka flugið hættu­lega hratt. Tek­ur þá sjálf­stýr­ing­ar­kerfið yfir og lækk­ar flugið. Hins veg­ar ger­ist það svo hratt að flug­menn­in­ir geta ekki rétt þot­urn­ar aft­ur af.

Þetta get­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Boeing sendi flug­fé­lög­um um viku eft­ir flug­slysið, leitt til þess að farþegaþotur taki dýfu niður á við eða brot­lendi. Jafn­vel þótt flug­menn séu að fljúga þot­un­um sjálf­ir og reikni ekki með að búnaður­inn taki yfir.

Sam­kvæmt frétt­inni kom þessi viðvör­un frá Boeing mörg­um flug­mönn­um, sem fljúga um­rædd­um þotum hjá banda­rísk­um flug­fé­lög­um, á óvart. Haft er eft­ir sér­fræðing­um að flug­fé­lög og flug­menn hafi fyr­ir vikið ekki verið und­ir­bú­in fyr­ir slíkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert