Mikil vinna fram undan

Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í viðræðum við bresk stjórnvöld um …
Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í viðræðum við bresk stjórnvöld um Brexit, ásamt Antonio Tajani, forseta Evrópuþingsins. Saman halda þeir á samningsdrögunum um útgöngu Breta úr ESB. AFP

Þrátt fyr­ir að rík­is­stjórn Bret­lands hafi samþykkt drög­in að Brex­it-samn­ingn­um er mik­il vinna fram und­an, beggja vegna samn­inga­borðsins. Þetta seg­ir Michel Barnier, aðal­samn­ingamaður Evr­ópu­sam­bands­ins í viðræðum við bresk stjórn­völd um út­göngu Breta úr ESB.

Boðað hef­ur verið til fjölda funda inn­an ESB þar sem samn­ings­drög­in verða rædd og áætlað er að Brex­it-samn­ing­ur­inn verði samþykkt­ur á fundi leiðtogaráðsins 25. nóv­em­ber, gangi allt sam­kvæmt áætl­un.  

Þrír ráðherr­ar í bresku rík­is­stjórn­inni hafa til­kynnt Th­eresu May for­sæt­is­ráðherra um af­sögn sína í kjöl­far þess að drög­in að Brex­it-samn­ingn­um voru samþykkt í gær. Ljóst er að ekki rík­ir sátt um samn­ing­inn og að leið Breta út úr Evr­ópu­sam­band­inu er ekki enn orðin greið. 

Umræða um samn­ing­inn fer nú fram á breska þing­inu og hef­ur Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, þurft að sæta harðri gagn­rýni frá þing­mönn­um úr öll­um flokk­um. May varði samn­ing­inn og seg­ir að í hon­um sé farið eft­ir vilja þjóðar­inn­ar sem kaus að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu með þjóðar­at­kvæðagreiðslu fyr­ir rúm­um tveim­ur árum. May seg­ir að samn­ing­ur­inn tryggi skipu­lagða út­göngu.

Barnier seg­ir að samn­ing­ur­inn, sem er alls 585 blaðsíður af þung­um laga­texta, sé sann­gjarn og taki til­lit til beggja aðila og leggi grunn­inn að „metnaðarfullu nýju sam­starfi“.

Don­ald Tusk, for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, hrósaði Barnier í morg­un fyr­ir vel unn­in störf og seg­ir hann að samn­ing­ur­inn tryggi hags­muni allra 27 aðild­ar­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins í heild sinni.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert