Drukknir flugmenn valda usla í Japan

Japan Airlines hyggst koma á fót sérstökum áfengismælum á millilandaflugvöllum.
Japan Airlines hyggst koma á fót sérstökum áfengismælum á millilandaflugvöllum. Ljósmynd/Thinkstock

Flugfélagið Japan Airlines hefur ákveðið að herða reglur varðandi neyslu áfengis fyrir flugmenn sína eftir að flugmaður félagsins var nýverið handtekinn á Heathrow-flugvelli í London á Englandi, en sá reyndist vera ölvaður.

Greint er frá því á vef BBC að flugmaðurinn Katsutoshi Jitsukawa hafi verið handtekinn í á flugvellinum í síðasta mánuði með níu sinnum meira magn áfengis í blóðinu en bresk lög segja til um, eða 189 mg af áfengi í 100 ml af blóði.

Í Japan eru engin lög í gildi sem segja til um áfengisneyslu flugmanna, og sjá flugfélögin sjálf um að setja sínu starfsfólki mörk.

Japan Airlines hyggst koma á fót sérstökum áfengismælum á millilandaflugvöllum í landinu, en undanfarið hefur talsvert borið á töfum á flugferðum frá Japan vegna drukkinna flugmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert