Loftgæði í Norður-Kaliforníu eru sögð hin lökustu í heiminum eftir mannskæðustu skógarelda sem svæðið hefur kynnst. Mikið er leitað að reykgrímum á netinu.
Purple Air, samtök sem rannsaka loftgæði, sögðu í gær að loftgæðin í Norður-Kaliforníu væru orðin verri en á menguðustu svæðum í Indlandi og Kína. Skólastarf hefur víða verið lagt af, flugum frestað og fólk reynir í óðaönn að kaupa sér reykgrímur á netinu.
Minnst 63 eru látnir í hamförunum og tala þeirra sem er saknað rauk upp í morgun og nú er talað um að fleiri en 631 sé saknað eftir eldana.
Much of Norcal air is considered unhealthy by the EPA due to Wildfire smoke from the Camp Fire in Butte Co. Some areas have air this morning considered very unhealthy with localized areas in the Sacramento and Yuba City regions considered Hazardous! #cawx pic.twitter.com/KQHRSkXc1Z
— NWS Sacramento (@NWSSacramento) November 16, 2018