Fólk reynir að kaupa grímur á netinu

Björgunaraðgerðir í Paradise í gær. Þeim bæ gereyddu eldarnir. Loftgæðin …
Björgunaraðgerðir í Paradise í gær. Þeim bæ gereyddu eldarnir. Loftgæðin eru nú víða þannig í Kaliforníu, að grímna þarf við. AFP

Loftgæði í Norður-Kaliforníu eru sögð hin lökustu í heiminum eftir mannskæðustu skógarelda sem svæðið hefur kynnst. Mikið er leitað að reykgrímum á netinu.

BBC fjallar um þetta.

Purple Air, samtök sem rannsaka loftgæði, sögðu í gær að loftgæðin í Norður-Kaliforníu væru orðin verri en á menguðustu svæðum í Indlandi og Kína. Skólastarf hefur víða verið lagt af, flugum frestað og fólk reynir í óðaönn að kaupa sér reykgrímur á netinu.

Minnst 63 eru látnir í hamförunum og tala þeirra sem er saknað rauk upp í morgun og nú er talað um að fleiri en 631 sé saknað eftir eldana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert