Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði leið sína til Norður-Kaliforníu í dag. Hann kannar aðstæður og hittir íbúa, fórnarlömb verstu skógareldu sem geisað hafa yfir svæðið.
Í ræðu sinni sem hann flutti í bænum Paradís í dag hrósaði hann lögreglu, stjórnmálamönnum og björgunarsveitum fyrir störf sín. Með honum í heimsókninni eru Kevin McCarthy, formaður þingflokks Repúblikana, og þingmennirnir tveir, Ken Calvert og Doug LaMalfa.
Minnst 71 hefur látist í eldunum og 10.000 heimili eru brunnin. Trump hefur nýlega dregið að hluta til baka ásakanir sínar á hendur skógræktaraðila, að eldurinn sé á þeirra ábyrgð. Hann féllst á að hluti af ástæðunni kynni að vera hlýnun jarðar.
Was just briefed by @FEMA_Brock and @SecretaryZinke, who are in California. Thank you to the great Firefighters, First Responders and @FEMA for the incredible job they are doing w/ the California Wildfires. Our Nation appreciates your heroism, courage & genius. God Bless you all!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 14, 2018