Yfir þúsund saknað

00:00
00:00

Yfir eitt þúsund er saknað í norður­hluta Kali­forn­íu þar sem mann­skæðir skógar­eld­ar hafa geisað und­an­farna viku. Fórn­ar­lömb Camps-elds­ins eru 71 tals­ins auk þess sem nokkr­ir hafa lát­ist í öðrum eld­um í rík­inu.

Til þess að bæta enn á hörm­un­ar íbú­anna sem hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna Camp-eld­anna þá hef­ur komið upp nóróveira í nokkr­um neyðar­skýl­anna. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yf­ir­völd­um heil­brigðismála hef­ur 41 veikst og 25 þeirra hafa þurft að leggj­ast á sjúkra­hús.  

Enn er ekki vitað hvað varð til þess að eld­ur­inn kviknaði í upp­hafi en fórn­ar­lömb hans hafa þegar höfðað mál gegn orku­fyr­ir­tæki svæðis­ins PG&E sem fólk sak­ar um van­rækslu.

Lög­reglu­stjór­inn í Butte-sýslu, Kory Ho­nea, sagði við frétta­menn í gær­kvöldi að fjöldi þeirra sem ekki er vitað hvar er hafi farið úr 631 fyrr um dag­inn í 1.011 og enn væru að ber­ast til­kynn­ing­ar um fólk sem er saknað. Hann seg­ir að fjöld­inn geti breyst hratt því stund­um viti fólk ekki af af­drif­um vina og ætt­ingja sem síðan reyn­ast heil á húfi.  Þegar hafi 329 sem var til­kynnt að væri saknað fund­ist heil­ir á húfi. 

Camp-eld­ur­inn kviknaði 8. nóv­em­ber og lagði bæ­inn Para­dise í rúst fljót­lega. Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, ætl­ar að heim­sækja ham­fara­svæðið í dag og ræða við fórn­ar­lömb elds­ins en svæðið sem varð eld­in­um að bráð er álíka af stærð og stór­borg­in Chicago.

Í viðtali við Fox News í gær­kvöldi dró Trump mjög úr fyrri ásök­un­um um að stjórn skóg­rækt­ar Kali­forn­íu bæri ábyrgð á eld­un­um. Hann viður­kenndi hins veg­ar að lofts­lags­breyt­ing­ar gætu hafa haft ör­lít­il áhrif. 

Um 47.200 manns hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín og tæp­lega 1.200 haf­ast við í neyðar­skýl­um. Reyk­ur frá skógar­eld­in­um hef­ur tak­markað lífs­gæði fólks víða og í San Francisco þurfti að loka skól­um í gær vegna meng­un­ar og eins hættu spor­vagn­ar borg­ar­inn­ar að ganga. Styrk­ur köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs mæld­ist 271 míkró­grömm á rúm­metra í borg­inni í gær sem er svipað og venj­an er í höfuðborg Bangla­dess, Dhaka, og verri en í Kolkata á Indlandi.

Voru íbú­ar San Francisco beðnir um að halda sig inni enda væru loft­gæðin heilsu­spill­andi. Er vart hægt að sjá Gold­en Gate brúna vegna þokumóðu sem ligg­ur yfir öllu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert