Finnar gera grín að Trump

AFP

Marg­ir Finn­ar urðu undr­andi þegar þeir heyrðu for­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, dást að þjóðinni fyr­ir það hvernig hún hirðir um skóga sína með því að raka. For­seti Finn­lands kann­ast ekki við að hafa rætt þetta við Trump líkt og sá síðar­nefndi seg­ir.

Trump sagði að starfs­bróðir hans í Finn­landi hafi lýst því fyr­ir sér hvernig Finn­ar eyddu löng­um stund­um við rakst­ur og og hreins­un skóga. For­seti Finn­lands, Sauli Ni­inisto, seg­ir aft­ur á móti við finnskt dag­blað að hann reki ekki minni til þess að hafa rætt rakst­ur þegar þeir tveir hitt­ust. 

Donald Trump skoðar skemmdirnar eftir Woolsey-eldinn í Malibu.
Don­ald Trump skoðar skemmd­irn­ar eft­ir Wools­ey-eld­inn í Mali­bu. AFP

Um­mæl­in lét Trump falla vegna skógar­eld­anna í Kali­forn­íu sem hafa þegar kostað tæp­lega 80 manns­líf. Trump sak­ar slæl­eg vinnu­brögð skóg­rækt­ar­manna um að bera ábyrgð á eld­un­um.

Benti Trump fólki á að líta til annarra landa sem hafa tekið allt öðru­vísi á mál­un­um. „Ég var með for­seta Finn­lands og hann sagði: Við höf­umst öðru­vísi að [...], við erum skóg­arþjóð. Og þeir eyða mikl­um tíma í að raka og hreinsa og gera hluti og það eru eng­in vanda­mál hjá þeim,“ sagði Trump þegar hann heim­sótti Kali­forn­íu um helg­ina.

En Sauli Ni­inisto seg­ir í viðtali við Ilta-Sanom­at að þeir hafi aldrei rætt um rakst­ur á fundi þeirra. „Ég minnt­ist á það við hann að Finn­land væri skógi vaxið og eins að við vær­um með gott eft­ir­lit­s­kerfi,“ seg­ir hann.

Finn­ar hafa gert grín að um­mæl­um Trump á sam­fé­lags­miðlum eft­ir að hann lét um­mæl­in falla og birt mynd­ir af sér við rakst­ur í skóg­um lands­ins. Grín­ast þeir með að rakst­ur geri Am­er­íku frá­bæra að nýju, að því er seg­ir í frétt BBC.

 

 



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert