Mjaldurinn Benny lifir góðu lífi á Thames

Mjaldurinn Benny virðist kunna vel við sig í Thames ánni …
Mjaldurinn Benny virðist kunna vel við sig í Thames ánni og sést þar í hverri viku. AFP

Mjaldur, hvalur af hvíthvalaætt, sem sást á sundi í Thames á fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan, virðist lifa þar góðu lífið að sögn sérfræðinga. Hvalurinn, sem fengið hefur nafnið Benny, sást fyrst úti fyrir Gravesend í lok september og hefur sést reglulega síðan að því er BBC greinir frá.

Benny hefur lengst af haldið sig í þeim hluta árinnar sem er í Kent-sýslu og virðist finna sér fæði þar.

Tanya Ferry, yfirmaður hafnaryfirvalda Lundúna, segir að fiskur sem er á ferð inn og út úr árminninu geti haft áhrif á langtímaheilsu Bennys.

„Hann hefur verið hér í töluverðan tíma, lengur en við áttum ef til vill von á,“ segir hún og kvað ferðir fisksins um árminnið kunni að hafa áhrif. „Við vitum ekki hvort hann mun breyta hegðun sinni eða hvort að hann mun venjast Thames og setjast þar að.“

Mikill fjöldi fólks fylgdist lengi vel með ferðum Bennys af árbökkunum, en heldur hefur áhorfendunum fækkað eftir að það fór að kólna. Ferry segir að sést hafi til Bennys nokkrum sinnum í hverri viku. „Hann hefur ekki breytt hegðun sinni og okkur hefur ekki tekist að áætla hvort honum fari fram eða aftur.

Hún segir að áfram verði fylgst með ferðum Bennys til að sjá hvort eitthvað þurfi að gera til að tryggja velferð hans til langframa.

Fyrr í mánuðinum hættu yfirvöld í Gravesend við flugeldasýningu á útivistarsvæði á árbakkanum til að tryggja velferð Bennys, en talið er að 15.000 manns hefðu mætt á svæðið til að fylgjast með sýningunni.

Hópar fólks hafa safnast saman á árbakkanum og fylgst með …
Hópar fólks hafa safnast saman á árbakkanum og fylgst með ferðum Bennys. AFP
Mjaldurinn Benny virðist kunna vel við sig í þessu umhverfi. …
Mjaldurinn Benny virðist kunna vel við sig í þessu umhverfi. Fyrr í mánuðinum hættu yfirvöld í Gravesend við flugeldasýningu á útivistarsvæði á árbakkanum til að tryggja velferð Bennys, en talið er að 15.000 manns hefðu mætt á svæðið til að fylgjast með sýningunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert