Árás við lögreglustöð í Brussel

AFP

Lög­reglumaður særðist þegar maður vopnaður hnífi réðst á hann fyr­ir utan höfuðstöðvar lög­regl­unn­ar í Brus­sel snemma í morg­un.

Að sögn lög­reglu var árás­in gerð klukk­an 5:30 að staðar­tíma og særði ann­ar lög­reglumaður árás­ar­mann­inn með því að skjóta að hon­um. Hvorki lög­reglumaður­inn né árás­armaður­inn eru með al­var­lega áverka.

Lög­regl­an vill ekki staðfesta frétt­ir belg­ískra fjöl­miðla um að árás­armaður­inn hafi kallað Guð er mátt­ug­ur á ar­ab­ísku þegar hann framdi árás­ina. 

For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, er í op­in­berri heim­sókn í Brus­sel en síðar í dag mun hann heim­sækja Mo­len­beek-hverfið þaðan sem árás­ar­menn­irn­ir komu sem frömdu ódæðið sem kostaði 130 manns lífið í Par­ís fyr­ir þrem­ur árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert