Franski bílaframleiðandinn Renault hefur skipað framkvæmdastjóra sinn sem aðstoðarforstjóra og á hann að sjá um daglega stjórnun á fyrirtækinu eftir að Carlos Ghosn var handtekinn. Ghosn verður áfram forstjóri Renault.
Eftir neyðarfund ákvað stjórn fyrirtækisins að Thierry Bollore yrði aðstoðarforstjóri á meðan Ghosn er „tímabundið í haldi“ eftir að hann var handtekinn í Japan á mánudaginn vegna ákæru um fjármálamisferli.
Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur lagt til að Ghosn, sem einnig er stjórnarformaður fyrirtækisins, verði vikið úr stöðu sinni vegna gruns um fjármálalegt misferli. Ghosn er sömuleiðis stjórnarformaður Mitsubishi.