81 látinn í gróðureldunum

Hjálparstarfsmenn bera hér líkamsleifar eins þeirra sem létust í Paradise …
Hjálparstarfsmenn bera hér líkamsleifar eins þeirra sem létust í Paradise í gróðureldunum. AFP

Tala lát­inna eft­ir gróðureld­ana sem geisað hafa í norður­hluta Kali­forn­íu­rík­is er nú kom­in upp í 81, eft­ir að tveir til viðbót­ar fund­ust látn­ir í gær.

Fjöldi þeirra sem saknað er eft­ir eld­ana hef­ur sveifl­ast upp og niður. Í fyrstu var talið að um 200 væri saknað, sú tala náði síðan há­marki á laug­ar­dag er 1.276 var sagt saknað. Á mánu­dag var hún kom­in niður í 699 en hækkaði svo aft­ur í gær og var þá kom­in upp í 870 manns.

AFP-frétta­veit­an hef­ur eft­ir Kory Ho­nea, lög­reglu­stjóra Butte-sýslu, að tal­an hafi hækkað á ný eft­ir að lög­regla náði að vinna sig í gegn­um fjölda til­kynn­inga sem átti eft­ir að fara í gegn­um.

Camp-gróðureld­arn­ir sem áttu upp­haf sitt í Butte- sýslu hafa nú farið yfir um 152.000 ekr­ur lands og eyðilagt yfir 12.600 heim­ili, en slökkviliðsmenn hafa nú náð tök­um á um 75% eld­anna.

Rafmagnslínur liggja hér á brunnum bílhræjum á einni akleiðanna til …
Raf­magns­lín­ur liggja hér á brunn­um bíl­hræj­um á einni ak­leiðanna til Para­dise. AFP

AFP-frétta­stof­an seg­ir þá von á veru­legri rign­ingu á svæðinu í dag og síðar í vik­unni sem kunni að hjálpa til við slökkvi­starfið. Hætta sé þó einnig á að rign­ing­in valdi skyndiflóðum sem breyti ösk­unni í þykka leðju, sem kunni að sópa með sér á brott lík­ams­leif­um þeirra sem enn er saknað.

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert