81 látinn í gróðureldunum

Hjálparstarfsmenn bera hér líkamsleifar eins þeirra sem létust í Paradise …
Hjálparstarfsmenn bera hér líkamsleifar eins þeirra sem létust í Paradise í gróðureldunum. AFP

Tala látinna eftir gróðureldana sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníuríkis er nú komin upp í 81, eftir að tveir til viðbótar fundust látnir í gær.

Fjöldi þeirra sem saknað er eftir eldana hefur sveiflast upp og niður. Í fyrstu var talið að um 200 væri saknað, sú tala náði síðan hámarki á laugardag er 1.276 var sagt saknað. Á mánudag var hún komin niður í 699 en hækkaði svo aftur í gær og var þá komin upp í 870 manns.

AFP-fréttaveitan hefur eftir Kory Honea, lögreglustjóra Butte-sýslu, að talan hafi hækkað á ný eftir að lögregla náði að vinna sig í gegnum fjölda tilkynninga sem átti eftir að fara í gegnum.

Camp-gróðureldarnir sem áttu upphaf sitt í Butte- sýslu hafa nú farið yfir um 152.000 ekrur lands og eyðilagt yfir 12.600 heimili, en slökkviliðsmenn hafa nú náð tökum á um 75% eldanna.

Rafmagnslínur liggja hér á brunnum bílhræjum á einni akleiðanna til …
Rafmagnslínur liggja hér á brunnum bílhræjum á einni akleiðanna til Paradise. AFP

AFP-fréttastofan segir þá von á verulegri rigningu á svæðinu í dag og síðar í vikunni sem kunni að hjálpa til við slökkvistarfið. Hætta sé þó einnig á að rigningin valdi skyndiflóðum sem breyti öskunni í þykka leðju, sem kunni að sópa með sér á brott líkamsleifum þeirra sem enn er saknað.

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka