83 látin og 563 saknað

Enn er líkamsleifa leitað í brunarústum sem gróðureldarnir hafa skilið …
Enn er líkamsleifa leitað í brunarústum sem gróðureldarnir hafa skilið eftir sig. AFP

Lík­ams­leif­ar tveggja fórn­ar­lamba gróðureld­anna í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um fund­ust í bruna­rúst­um í gær og er tala lát­inna því kom­in í 83. Fjöldi fólks sem er saknað er kom­inn niður í 563, en mikið flakk hef­ur verið á fjölda þeirra sem saknað er síðan eld­arn­ir hóf­ust.

Elds­voðinn hófst 8. nóv­em­ber og hef­ur síðan eyðilagt yfir 13.500 heim­ili, en slökkvilið hafa nú náð tök­um á 85% eld­anna.

Mikl­ar rign­ing­ar hóf­ust í gær­kvöld og von­ast er til þess að þær hjálpi til við slökkvistarf, en slökkviliðsfólk mun ekki taka sér frí vegna þakk­ar­gjörðar­hátíðar­inn­ar sem haldið er upp á í Banda­ríkj­un­um í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert