83 látin og 563 saknað

Enn er líkamsleifa leitað í brunarústum sem gróðureldarnir hafa skilið …
Enn er líkamsleifa leitað í brunarústum sem gróðureldarnir hafa skilið eftir sig. AFP

Líkamsleifar tveggja fórnarlamba gróðureldanna í Kaliforníu í Bandaríkjunum fundust í brunarústum í gær og er tala látinna því komin í 83. Fjöldi fólks sem er saknað er kominn niður í 563, en mikið flakk hefur verið á fjölda þeirra sem saknað er síðan eldarnir hófust.

Eldsvoðinn hófst 8. nóvember og hefur síðan eyðilagt yfir 13.500 heimili, en slökkvilið hafa nú náð tökum á 85% eldanna.

Miklar rigningar hófust í gærkvöld og vonast er til þess að þær hjálpi til við slökkvistarf, en slökkviliðsfólk mun ekki taka sér frí vegna þakkargjörðarhátíðarinnar sem haldið er upp á í Bandaríkjunum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert