„Þetta reddast allt saman“

Anton Axelsson fyrir miðju ásamt eiginkonu sinni Chrystal Axelsson og …
Anton Axelsson fyrir miðju ásamt eiginkonu sinni Chrystal Axelsson og Ramon Silva. Þau reka veitingastað í bænum Paradise. Ljósmynd/Aðsend

Þakk­ar­gjörðar­hátíðin er öðru­vísi þetta árið hjá íbú­um smá­bæj­ar­ins Para­dís­ar í Kali­forn­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um en bær­inn er einn þeirra sem fór hvað verst út úr skógar­eld­un­um sem hafa geisað í rík­inu und­an­farn­ar vik­ur. Eld­arn­ir hafa orðið 83 að bana og þurftu 30 þúsund íbú­ar Para­dís­ar að yf­ir­gefa heim­il­in sín sem flest brunnu til grunna.

Frá heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Paradísar á sunnudag.
Frá heim­sókn Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta til Para­dís­ar á sunnu­dag. AFP

Ant­on Ax­els­son, sem hef­ur búið í Banda­ríkj­un­um um langt skeið, á veit­inga­hús í Para­dís ásamt banda­rískri eig­in­konu sinni. „Það eru all­ir að koma sam­an í dag og halda upp á þakk­ar­gjörðar­hátíðina. Í gær voru all­ir að hjálp­ast að, ég hef aldrei séð svona margt fólk koma sam­an og hjálpa til,“ seg­ir Ant­on en hann og aðrir starfs­menn veit­inga­húss þeirra hjóna standa vakt­ina í eld­hús­inu og í mót­tök­unni í dag þegar bú­ist er við fimm þúsund manns í mat.

„Þetta er styrkt af fyr­ir­tæki sem heit­ir Sysco, þeir gáfu kalk­ún, fyll­ingu, gos og allt sam­an,“ seg­ir Ant­on en þakk­ar­gjörðar­hátíðin er einnig hald­in í sam­starfi við FEMA, al­manna­varn­ir Banda­ríkj­anna.

„Það eru all­ir bara enn þá að reyna að koma hausn­um í kring­um þetta. Fólk er að leita að hús­næði og FEMA er komið á svæðið. For­set­inn kom hingað og heim­sótti bæ­inn um dag­inn. Hann kallaði reynd­ar Para­dís „Plea­sure“ all­an tím­ann á meðan hann var hérna,“ seg­ir Ant­on létt­ur í bragði.

Fyrstu gestirnir mæta til þakkargjörðarhátíðarinnar fyrir íbúa Paradísar.
Fyrstu gest­irn­ir mæta til þakk­ar­gjörðar­hátíðar­inn­ar fyr­ir íbúa Para­dís­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

„Eins og er þá er eng­um hleypt upp eft­ir. Það hef­ur ekk­ert breyst en við eig­um von á að kom­ast á mánu­dag eða þriðju­dag,“ seg­ir Ant­on. Þau hjón­in og börn þeirra búa í öðrum smá­bæ, Chico, um hálf­tíma frá Para­dís svo þau þurftu ekki að yf­ir­gefa heim­ilið. Tekj­ur fjöl­skyld­unn­ar hafa þó rýrnað svaka­lega enda var veit­inga­húsið þeirra helsta tekju­lind.

„Þetta var nán­ast okk­ar eina inn­koma. Jól­in og hátíðirn­ar eru fram und­an og við erum með sex börn. Kon­an mín á annað fyr­ir­tæki sem sel­ur mjólk­ur­máln­ingu en það er nú ekki mikið,“ seg­ir Ant­on. „En ég tek Íslend­ing­inn á þetta, þetta redd­ast allt sam­an.“

Skipt­ar skoðanir hvort fólk ætli að end­ur­byggja eða flytja annað

Að sögn Ant­ons er talað um að það taki átta til tíu ár að end­ur­byggja Para­dís eft­ir brun­ann. „Það er verið að vara fólk við þegar það fer upp eft­ir að nota hlífðarfatnað, grím­ur og stíg­vél því hús­in þarna voru svo göm­ul og það var mikið asbest í hús­un­um,“ seg­ir Ant­on.

„Það eru all­ir að bíða eft­ir að kom­ast upp eft­ir til að skanna hús­in sín og trygg­inga­fé­lög­in sömu­leiðis, til að taka mynd­ir þannig að hægt sé að borga fólki út. Svo þarf fólk að ákveða hvort það ætli að end­ur­byggja hús­in sín eða taka pen­ing­inn og fara eitt­hvað annað. Það eru skipt­ar skoðanir meðal fólks hvort það ætli að fara eða end­ur­byggja.“

Fjöl­skyldu­lífið á heim­il­inu er óvenju­legt þessa dag­ana þar sem skól­an­um var lokað vegna slæmra loft­gæða. „Ég reyni að eyða tím­an­um ein­hvern veg­inn. Ég er ekki van­ur að sitja heima og gera ekki neitt. Ég er að verða geðveik­ur,“ seg­ir Ant­on. „Ég er van­ur að vakna fimm á morgn­ana og vera að all­an dag­inn. En kon­an er ánægð að hafa mig svona mikið heima,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert