Segja ekkert samkomulag liggja fyrir

Trump segist muna loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ef í …
Trump segist muna loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ef í nauðirnar rekur. AFP

Ekkert samkomulag hefur náðst milli ráðamanna í Mexíkó og Bandaríkjunum um mál hælisleitenda sem bíða á landamærum landanna tveggja eftir því að komast inn í Bandaríkin.

Þetta segir Marcelo Ebrard, verðandi utanríkisráðherra Mexíkó, en hann tekur við embættinu í næsta mánuði.

Ummæli Ebrards eru að nokkru nýjustu tveimur tístum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem birti á Twitter: 

„Hælisleitendum við landamærin sunnan megin verður ekki hleypt inn í Bandaríkin fyrr en kröfur hvers og eins einstaklings hafa verið samþykktar fyrir dómi.“

Þá bætti hann við að einungis þeim sem koma löglega verði hleypt inn í landið, annars muni allir vera um kyrrt í Mexíkó. 

„Ef það reynist nauðsynlegt af einverri ástæðu þá munum við LOKA landamærunum sunnan megin,“ segir Bandaríkjaforseti.

Þrátt fyrir að ummæli Trumps gefi til kynna að niðurstaða sé komin í málið segir Ebrard að viðræður um málefni hælisleitenda muni halda áfram. 

Marcelo Ebrard, sem tekur við embætti utanríkisráðherra í næsta mánuði.
Marcelo Ebrard, sem tekur við embætti utanríkisráðherra í næsta mánuði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert