145 hvalir drápust

Grindhvalavaða sem rak á land á nýsjálenskri eyju um helgina drapst öll að sögn yfirvalda. Talið er að um 145 hvalir hafi verið í vöðunni.

Að sögn nýsjálenskra yfirvalda var það maður í gönguferð á Stewart-eyju sem rak augun í hvalina á laugardagskvöldið en eyjan er í um 30 km fjarlægð frá Suðureyju. Helmingur hvalanna var þá dauður og vegna slæms ástands þeirra sem enn voru lifandi og hversu erfiðar aðstæður voru á staðnum var ákveðið að slátra þeim sem eftir lifðu. 

Að sögn Ren Leppens, sem stýrði aðgerðum á vettvangi, var því miður ekki annað hægt annað en að svæfa þá. Ekki er óalgengt að hvalir strandi á ströndum Nýja-Sjálands og grindhvalavaðan var sú fjórða sem kom að landi þar um helgina.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert