Þotan var ekki flugfær

00:00
00:00

Þota Lion Air hefði ekki átt að vera í notk­un vegna ít­rekaðra tækni­bil­ana og hefði aldrei átt að fá heim­ild til þess að fara í síðustu flug­ferðina. Þetta segja indó­nes­ísk flug­mála­yf­ir­völd í nýrri skýrslu. Þar er skort­ur á eft­ir­liti og ör­ygg­is­mál­um hjá flug­fé­lag­inu gerður að um­tals­efni.

Boeing 737 MAX-þotan hvarf af rat­sjám um 13 mín­út­um eft­ir flug­tak í Jakarta 29. októ­ber og brot­lenti í Java­hafi stuttu eft­ir að hafa óskað eft­ir því að snúa til baka til Jakarta.

Í frum­skýrsl­unni er engu slegið föstu hvað varðar or­sök slyss­ins en all­ir um borð, 189 manns, fór­ust. Tek­ist hef­ur að bera kennsl á 125 þeirra sem lét­ust. Loka­skýrsl­an er ekki vænt­an­leg fyrr en á næsta ári. 

Sam­göngu­mála­yf­ir­völd segja í skýrsl­unni að Lion Air hafi ekki tekið flug­vél­ina úr um­ferð þrátt fyr­ir ít­rekuð vanda­mál sem ekki hafi tek­ist að laga. Næsta flug á und­an var frá Balí til Jakarta og þá komu upp tækni­leg vanda­mál. Þrátt fyr­ir það ákvað flugmaður­inn að halda ferðinni áfram, seg­ir yf­ir­maður flu­gör­ygg­is­mála í Indó­nes­íu, Nurca­hyo Utomo.

„Flug­vél­in var ekki leng­ur flug­fær og hefði ekki átt að halda áfram að fljúga,“ seg­ir Utomo. 

Fyrstu niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar munu vænt­an­lega beina kast­ljós­inu að aðal­kerfi flug­véla af þess­ari gerð en flug­vél­arn­ar eru meðal nýj­ustu og fram­sækn­ustu í flug­heim­in­um í dag. Áður hef­ur komið fram að talið er að skynj­ar­ar vél­ar­inn­ar hafi mis­reiknað stöðu vél­ar­inn­ar í lofti og beint nefi henn­ar niður með þeim af­leiðing­um að hún lækkaði flugið gríðarlega hratt. Flug­mönn­un­um hafi ekki tek­ist að ná stjórn á vél­inni, þrátt fyr­ir að hafa tekið hana af sjálf­stýr­ingu. Boeing hef­ur vegna þessa gefið út sér­staka til­kynn­ingu til flug­fé­laga um hvernig eigi að bregðast við í aðstæðum sem þess­um. 

Í skýrsl­unni er staðfest það sem áður hef­ur komið fram að flug­riti hafi skynjað vanda­mál tengd skynj­ur­um vél­ar­inn­ar (AoA). Eins hafi stýri þot­unn­ar (stick shaker) titrað og þar með varað við kerf­is­bil­un nán­ast all­an tím­ann sem flug­vél­in var á lofti. Ekki hef­ur tek­ist að finna flug­rit­ann sem geym­ir upp­tök­ur úr flug­stjórn­ar­klef­an­um. 

Lagt er til í skýrsl­unni að Lion Air bæti ör­ygg­is­mál flug­fé­lags­ins og tryggi að allt ut­an­um­hald sé með rétt­um hætti. 

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert