Fullveldinu fagnað í Kaupmannahöfn

Verki Ólafs Elíassonar varpað á húsvegg.
Verki Ólafs Elíassonar varpað á húsvegg. mbl.is/Guðmundur Hermannsson

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn stendur fyrir ýmsum viðburðum í Kaupmannahöfn um helgina í tilefni af fullveldisafmæli Íslands, þar á meðal sýningu á verkum eftir ellefu íslenska samtímalistamenn sem hófst í gær.

Í tengslum við sýninguna verður videóverki listamannsins Ólafs Elíassonar með landslagsmyndum frá Íslandi varpað á framhlið sendiráðsins á Norðurbryggju.

Gestir á öllum aldri mættu á hátíðarhöldin.
Gestir á öllum aldri mættu á hátíðarhöldin. mbl.is/Guðmundur Hermannsson

Á Norðurbryggju er byrjuð hátíð þar sem nokkrir af ástsælustu skemmtikröftum íslensku þjóðarinnar stíga á stokk. Að sögn blaðamanns mbl.is á staðnum var fjölmenni við upphaf hátíðarinnar, eða í kringum 500 manns og streymdu Íslendingar að úr öllum áttum. 

Íslensk samtímalist.
Íslensk samtímalist. mbl.is/Guðmundur Hermannsson

Á meðal skemmtikraftanna á Norðurbryggju verða Sigríður Thorlacius, Ævar vísindamaður og JóiPé og Króli. Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir verða með uppistand, auk þess sem kórar munu stíga á svið.

Gestir á Norðurbryggju.
Gestir á Norðurbryggju. mbl.is/Guðmundur Hermannsson

Samtímis verða sýnd verk nemenda við Íslenskuskólann í Kaupmannahöfn sem þeir hafa unnið í tilefni aldarafmælis fullveldisins.

mbl.is/Guðmundur Hermannsson
Verk Ólafs Elíassonar.
Verk Ólafs Elíassonar. mbl.is/Guðmundur Hermannsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert