Flytja dúfur úr miðbænum

Dúfur gera sig gjarnan heimakomnar á torgum stórborga.
Dúfur gera sig gjarnan heimakomnar á torgum stórborga. AFP

Borgaryfirvöld í Cádiz á Spáni hafa gert áætlun sem miðar að því að fækka dúfum í borginni. Ekki á að fella fuglana, sem gjarnan er gert með eitri, heldur flytja þá til nýrra heimkynna. Stefnt er að því að flytja um 5.000 fugla.

Í frétt BBC segir að nokkurs konar plága dúfna ríki í borginni og að þeim hafi fjölgað gríðarlega. Nú stendur til að fanga hluta þeirra, flytja langt í burtu og vona svo að þær snúi ekki aftur.

Borgarfulltrúar segjast vonast sé til þess að jafnvægi náist milli fólks og fugla með þessum hætti. 

Dúfur eru þekktar fyrir ratvísi sína, þannig hafa bréfdúfur verið þjálfaðar til að rata ávallt aftur heim. En venjulegar dúfur, sem ekki hafa hlotið slíka þjálfun, eru mun færanlegri og geta vel sest að á nýjum stöðum að sögn borgarfulltrúanna. 

Fuglarnir sem verða handsamaðir fá heilsufarsskoðun í leiðinni. Þá verða þeir skráðir og svo fluttir um 275 kílómetra frá Cádiz.

Dúfur fjölga sér hratt og því ætla borgaryfirvöld einnig að minna borgarbúa á að gefa þeim ekki of mikið að éta svo að óstjórnlega muni fjölga í stofninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert