Flytja dúfur úr miðbænum

Dúfur gera sig gjarnan heimakomnar á torgum stórborga.
Dúfur gera sig gjarnan heimakomnar á torgum stórborga. AFP

Borg­ar­yf­ir­völd í Cá­diz á Spáni hafa gert áætl­un sem miðar að því að fækka dúf­um í borg­inni. Ekki á að fella fugl­ana, sem gjarn­an er gert með eitri, held­ur flytja þá til nýrra heim­kynna. Stefnt er að því að flytja um 5.000 fugla.

Í frétt BBC seg­ir að nokk­urs kon­ar plága dúfna ríki í borg­inni og að þeim hafi fjölgað gríðarlega. Nú stend­ur til að fanga hluta þeirra, flytja langt í burtu og vona svo að þær snúi ekki aft­ur.

Borg­ar­full­trú­ar segj­ast von­ast sé til þess að jafn­vægi ná­ist milli fólks og fugla með þess­um hætti. 

Dúf­ur eru þekkt­ar fyr­ir rat­vísi sína, þannig hafa bréf­dúf­ur verið þjálfaðar til að rata ávallt aft­ur heim. En venju­leg­ar dúf­ur, sem ekki hafa hlotið slíka þjálf­un, eru mun fær­an­legri og geta vel sest að á nýj­um stöðum að sögn borg­ar­full­trú­anna. 

Fugl­arn­ir sem verða hand­samaðir fá heilsu­fars­skoðun í leiðinni. Þá verða þeir skráðir og svo flutt­ir um 275 kíló­metra frá Cá­diz.

Dúf­ur fjölga sér hratt og því ætla borg­ar­yf­ir­völd einnig að minna borg­ar­búa á að gefa þeim ekki of mikið að éta svo að óstjórn­lega muni fjölga í stofn­in­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert