Kosti ekkert í lestir og strætó

Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar.
Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar. AFP

Til stend­ur að gera al­menn­ings­sam­göng­ur í Lúx­em­borg gjald­frjáls­ar frá ár­inu 2020. Til­gang­ur­inn er að draga úr um­ferðarþunga og loft­meng­un.

Fram kem­ur í frétt AFP að þetta sé stefna rík­is­stjórn­ar lands­ins und­ir for­ystu Xa­vier Bettel for­sæt­is­ráðherra og muni hún ná til lest­ar­sam­gangna, spor­vagna og stræt­is­vagna.

Enn frem­ur seg­ir að á ár­inu 2016 hafi 100 millj­ón­ir farþega ferðast með al­menn­ings­sam­göng­um í Lúx­emburg. Vax­andi um­ferðarþungi hafi verið mikið kosn­inga­mál fyr­ir síðustu þing­kosn­ing­ar.

Sam­gönguráðuneyti Lúx­emburg seg­ir rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna í land­inu kosta 491 millj­ón evra á ári og á móti komi 40 millj­ón­ir evra af sölu miða og áskrifta.

Verka­lýðsfé­lög hafa lýst áhyggj­um af því að ákvörðunin leiði til at­vinnu­leys­is á meðal þeirra sem starfa í dag við miðasölu í al­menn­ings­sam­göng­ur. Finna yrði lausn á þeim hluta máls­ins. Fyrr gætu verka­lýðsfé­lög ekki stutt áformin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka