Farage hyggst stofna nýjan flokk

Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins.
Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins. AFP

Nig­el Fara­ge, fyrr­ver­andi leiðtogi Breska sjálf­stæðis­flokks­ins, hyggst stofna nýj­an stjórn­mála­flokk og bjóða fram við kosn­ing­ar til Evr­ópuþings­ins á næsta ári ef rík­is­stjórn Bret­lands frest­ar út­göngu lands­ins úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Haft var eft­ir Fara­ge á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að hann teldi það ör­lög sín að berj­ast fyr­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og að hann ætti enn eft­ir að heyja sína stærstu stjórn­mála­bar­áttu.

Fara­ge sagði skilið við Breska sjálf­stæðis­flokk­inn á dög­un­um meðal ann­ars í kjöl­far þess að nú­ver­andi leiðtogi, Ger­ard Batten, gerði Tommy Robin­son, stofn­anda þjóðernisöfga­sam­tak­anna English Defence League, að ráðgjafa sín­um.

Fara­ge seg­ist hafa rætt stofn­un nýs flokks við fjölda áhrifa­manna í viðskipta­líf­inu. Flokk­ur­inn hafi ekki fengið nafn ennþá. Seg­ist hann enn­frem­ur ekki geta setið hjá og horft upp á út­göng­una úr Evr­ópu­sam­band­inu fara niður í niður­fallið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka