Nýnasisti fékk lífstíðardóm

Bíllinn sem Fields ók í Charlottesville.
Bíllinn sem Fields ók í Charlottesville. AFP

Banda­rísk­ur nýnas­isti sem ók bíl sín­um inn í hóp mót­mæl­enda í Char­lottesville í Banda­ríkj­un­um í fyrra þar sem ein kona lést, hef­ur verið dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi.

James Alex Fields Jr., 21 árs, var fund­inn sek­ur um morð og fleiri brot eft­ir tveggja vikna rétt­ar­höld en hvít­ir kynþátta­hat­ar­ar höfðu komið sam­an í borg­inni.

Kviðdóm­ur dæmdi hann í lífstíðarfang­elsi, auk 419 ára til viðbót­ar, að sögn The Washingt­on Post.

Fields ók bíl sín­um á hóp mót­mæl­enda 12. ág­úst í fyrra í Char­lottesville í Virg­in­íu með þeim af­leiðing­um að 32 ára kona lést og tug­ir særðust. Kon­an var stödd í borg­inni til að mót­mæla sam­komu kynþátta­hat­ar­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert