Að minnsta kosti einn er látinn og sex særðir eftir skotárás í Strassborg í Frakklandi. Að sögn lögreglu er árásarmaðurinn á flótta.
Borin hafa verið kennsl á árásarmanninn og er hans nú leitað af lögreglunni.
Nokkrum skotum var hleypt af í miðborg Strassborgar, skammt frá jólamarkaðnum, samkvæmt BBC.
Innanríkisráðuneyti Frakklands hefur hvatt almenning í Strassborg til að halda sig innandyra vegna atviksins.
„Skotárás í miðborg Strassborgar. Takk fyrir að halda ykkur heima þangað til meira er vitað um ástandið,“ skrifaði aðstoðarborgarstjóri borgarinnar á Twitter.
Utanríkisráðuneytið bendir Íslendingum á svæðinu á að láta vini og ættingja vita af sér í gegnum síma og samfélagsmiðla. Þeir Íslendingar sem utanríkisráðuneytið veit af á svæðinu eru heilir á húfi að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.
Þurfi fólk á aðstoð að halda er því bent á að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins.
Police have evacuated the area. Investigation underway. #Strasbourg #France pic.twitter.com/3AnMuSbQCh
— Instant News Alerts (@InstaNewsAlerts) December 11, 2018
Video of police on the scene in Strasbourg after gunfire was reported#France #Strasbourg pic.twitter.com/XWf35oyMny
— CNW (@ConflictsW) December 11, 2018
French Interior Ministry calls on public to remain indoors in Strasbourg amid 'serious security event' in the city https://t.co/X700FmH8qz pic.twitter.com/emzpYmZ864
— Bloomberg (@business) December 11, 2018
Fire services in France say one person has died and three people have been injured after a shooting in the centre of Strasbourg
— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) December 11, 2018