Tveir látnir og 11 særðir í Strassborg

Lögreglumaður stendur vörð skammt frá jólamarkaðnum.
Lögreglumaður stendur vörð skammt frá jólamarkaðnum. AFP

Að minnsta kosti tveir eru látnir og ellefu alvarlega særðir eftir skotárás í frönsku borginni Strassborg. Lögreglan rannsakar málið sem mögulegt hryðjuverk. Sérstakur saksóknari í and-hryðjuverkum er að meta ástandið.

Lögreglan og árásarmaðurinn hafa skipst á skotum í eftirför sem stendur yfir. Maðurinn hafði áður verið særður af hermönnum skammt frá jólamarkaðnum þar sem árásin átti sér stað.

Hermaður að störfum skammt frá jólamarkaðnum.
Hermaður að störfum skammt frá jólamarkaðnum. AFP



AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert