„Munum missa Grænland“

Grænlandsjökull. Jason Box, sérfræðingur í jöklarannsóknum og prófessor við jarðfræðistofnun …
Grænlandsjökull. Jason Box, sérfræðingur í jöklarannsóknum og prófessor við jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands, segir baráttuna um Grænlandsjökul tapaða. mbl.is/RAX

Græn­lands­jök­ull mun hverfa, jafn­vel þó að það tak­ist að tak­marka los­un kolt­ví­sýr­ings og mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins verði náð. Eina spurn­ing er bara hversu hratt jök­ull­inn mun bráðna.

Danska rík­is­út­varpið DR fjall­ar á vef sín­um um nýja rann­sókn Ja­son Box, sér­fræðings í jökla­rann­sókn­um og pró­fess­ors við jarðfræðistofn­un Dan­merk­ur og Græn­lands.

„Við mun­um missa Græn­land,“ seg­ir Box og á þar ekki við landið sjálft, held­ur ís­hell­una sem nær yfir um 75% af Græn­landi, svæði sem er stærra en Svíþjóð, Nor­eg­ur, Finn­land og Þýska­land sam­an­lagt, að því er seg­ir í um­fjöll­un DR. Íshellu sem geymi í sér svo mikið vatn að yf­ir­borð sjáv­ar mun hækka um sjö metra á heimsvísu bráðni hún.

„Jafn­vel þó að við tak­mörk­um los­un kolt­ví­sýr­ings nú strax, jafn­vel þó að við mæt­um mark­miðum Par­ís­ar­samn­ings­ins þá mun­um við samt missa ís­hell­una á Græn­landi. Það er bara spurn­ing um hversu hratt það mun ger­ast,“ seg­ir Box.

Grænlandsjökull hefur bráðnað mikið á undanförnum árum eftir því sem …
Græn­lands­jök­ull hef­ur bráðnað mikið á und­an­förn­um árum eft­ir því sem hita­stig jarðar hef­ur hækkað. AFP

„Sárs­aukaþrösk­uld­ur“ jök­uls­ins lægri en áður talið

Box er einn meðhöf­unda nýrr­ar vís­inda­grein­ar sem dreg­ur upp svarta mynd af framtíð norður­heim­skauts­ins, þar með talið Græn­lands­jök­uls sem Box hef­ur heim­sótt 20 sinn­um frá því í upp­hafi tí­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar.

Los­un kolt­ví­sýr­ings er enn að aukast og seg­ir DR að jafn­vel þó að veru­lega væri dregið úr los­un strax á morg­un, sé kapp­hlaupið um Græn­lands­jök­ul engu að síður tapað. Ástæða þessa sé að magn kolt­ví­sýr­ings í and­rúms­lofti sé þegar orðið það mikið að hita­stig jarðar muni halda áfram að hækka á næstu árum, óháð því sem gert verði nú. „Sárs­aukaþrösk­uld­ur“ ís­hell­unn­ar sé lægri en talið hafi verið hingað til.

Áður hef­ur verið reiknað með að jök­ull­inn taki að hopa með óaft­ur­kræf­um hætti nái hlýn­un jarðar 2,5° gráðum. DR seg­ir nýja út­reikn­inga hins veg­ar benda til þess að þetta ger­ist við hlýn­un sem sé á bil­inu 0,8°-3,2°, lík­lega þegar hlýn­un­in sé í kring­um 1,6°.

Hlýn­un­in hef­ur þegar náð 1,1° þannig að þetta er áhyggju­efni. Ekki hvað síst þegar haft er í huga að hlýn­un­in á heim­skaut­inu er meiri en ann­ars staðar á jörðinni, seg­ir Sebastian Mernild, pró­fess­or í lofts­lags­rann­sókn­um við Nan­sen-miðstöðina í Ber­gen.

2° dauðadóm­ur fyr­ir Græn­lands­jök­ul

Þau ríki sem staðfest hafa Par­ís­ar­samn­ing­in hafa samþykkt að halda hlýn­un jarðar inn­an við 2°. Tvær gráður eru hins veg­ar dauðadóm­ur fyr­ir Græn­lands­jök­ul að sögn Box. Jök­ull­inn sé þegar far­inn að hopa. Seg­ir hann Græn­lands­jök­ul missa ár hvert um 250 millj­arða tonna af ís. Sé því skipt jafnt milli allra íbúa jarðar jafn­gild­ir það því að hver ein­stak­ling­ur fengi 150 lítra af vatni á dag árið um kring.

Ísjaki sem brotnaði úr Grænlandsjökli ógnaði einu þorpinu við strendur …
Ísjaki sem brotnaði úr Græn­lands­jökli ógnaði einu þorp­inu við strend­ur Græn­lands í sum­ar. AFP

Frá ní­unda ára­tug síðustu ald­ar hef­ur yf­ir­borð sjáv­ar hækkað um 23 milli­metra vegna bráðnun­ar íss frá heim­skaut­inu. Ísinn bráðnar hins veg­ar nú sí­fellt hraðar og ger­ist það hraðar en áður var talið. Seg­ir Box að gera megi ráð fyr­ir að yf­ir­borð sjáv­ar hafi hækkað að lág­marki einn metra fyr­ir lok 21. ald­ar­inn­ar.

Lofts­lags­ráðstefna Sam­einuðu þjóðanna fer þessa dag­ana fram í Katowice í Póllandi og vek­ur það áhyggj­ur margra þeirra sem fylgj­ast með ráðstefn­unni að nokk­ur ríki þar eru sögðu standa í vegi fyr­ir því að sam­komu­lag ná­ist. Þannig hafi Sádi-Ar­ab­ía, Rúss­land og Kúveit neitað um helg­ina að fall­ast á orðalag í skýrslu lofts­lags­ráðs Sam­einuðu þjóðanna (IPCC) um áhrif þess á jörðina hlýni hita­stig jarðar um meira en um 1,5 gráður. 

Flótta­manna­vand­inn meiri en eft­ir Sýr­lands­stríðið

„Þetta stefn­ir í ranga átt,“ seg­ir Mernild og Box kveður jarðarbúa þurfa að venja sig við að heim­ur­inn taki kvíðvæn­leg­um breyt­ing­um. „Vís­inda­menn hafa ára­tug­um sam­an kallað á minni los­un kolt­ví­sýr­ings. Það hef­ur ekki verið brugðist við þeim viðvör­un­um. Nú erum við á loka­metr­un­um varðandi lofts­lags­breyt­ing­arn­ar og stönd­um frammi fyr­ir veru­legri áskor­un,“ sagði Box.

„Sjáið bara hvaða áhrif flótti millj­ón Sýr­lend­inga hef­ur haft. Það hef­ur gjör­sam­lega komið evr­ópskri póli­tík úr jafn­vægi. Flótta­manna­straum­ur af völd­um lofts­lags­breyt­inga mun verða mun stærra vanda­mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert