Páfi fjarlægir kardínála

George Pell kardínáli.
George Pell kardínáli. AFP

Tveir kardínálar sem tengjast báðir barnaníðsmálum eru ekki lengur meðal helstu ráðgjafa Frans páfa að hans beiðni. Þeir voru báðir í svonefndu C9-ráði, sem skipað er kardínálum.

Um er að ræða ástralska kardínálann George Pell og Francisco Javier Errazuriz, sem er frá Chile. Síðasti fundur C9 var í september og voru þeir þá báðir viðstaddir. Errazuriz er sakaður um að hafa hunsað tilkynningar um barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar í Chile og Pell á yfir höfði sér ákæru í tengslum við barnaníð á sínum tíma innan áströlsku kirkjunnar.

Þrátt fyrir að vera ekki lengur í C9-ráðinu er Pell áfram fjármálastjóri Páfagarðs sem er þriðja valdamesta embætti kaþólsku kirkjunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert