Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Frá þessu greinir Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter.
Mattis hefur verið varnarmálaráðherra frá því að Trump tók við embætti en hann mun formlega láta af störfum í febrúar.
„Jim Mattis hershöfðingi mun láta af störfum, með sæmd, í lok febrúar, eftir að hafa þjónað í ríkisstjórn minni sem varnarmálaráðherra síðustu tvö ár,“ segir í færslu Trumps.
Leiða má líkur að því að afsögnin tengist ákvörðun Trumps um að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi en í fyrradag sagði Mattis að enn sé mikið verk óunnið í Sýrlandi.
Ekki hefur verið tilkynnt hver taki við stöðu varnarmálaráðherra en Trump segir að það verði ákveðið innan skamms.
....equipment. General Mattis was a great help to me in getting allies and other countries to pay their share of military obligations. A new Secretary of Defense will be named shortly. I greatly thank Jim for his service!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 20, 2018
Í uppsagnarbréfi sínu segir Mattis að ágreiningur hans og forsetans sé ástæða uppsagnarinnar. Mattis telur að forsetinn hafi rétt á að hafa varnarmálaráðherra sem deilir betur sjónarmiðum hans.
Trump hefur í forsetatíð sinni lagt minni áherslu á að rækta sambandið við hefðbundnar bandalagsþjóðir Bandaríkjanna en fyrri forsetar en Mattis hefur á sama tíma lagt áherslu á gott samstarf við bandalagsþjóðir Bandaríkjanna.
„Svo lengi sem Bandaríkin eru ómissandi ríki í hinum frjálsa heimi getum við ekki staðið vörð um hagsmuni okkar eða gegnt hlutverki okkar til fulls nema við viðhöldum öflugum bandalögum og komum fram við bandamenn okkar af virðingu,“ segir Mattis í uppsagnarbréfi sínu.
! This line of Mattis resignation letter (h/t @Elizabeth_McLau): “Because you have the right to have a Secretary of Defense whose views are better aligned with yours on these and other subjects, I believe it is right for me to step down from my position.” pic.twitter.com/S1z75wotsK
— Katherine Faulders (@KFaulders) December 20, 2018