Jim Mattis segir af sér

Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt upp störfum.
Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt upp störfum. AFP

Jim Matt­is, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, hef­ur sagt af sér embætti. Frá þessu grein­ir Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti á Twitter.

Matt­is hef­ur verið varn­ar­málaráðherra frá því að Trump tók við embætti en hann mun form­lega láta af störf­um í fe­brú­ar.

„Jim Matt­is hers­höfðingi mun láta af störf­um, með sæmd, í lok fe­brú­ar, eft­ir að hafa þjónað í rík­is­stjórn minni sem varn­ar­málaráðherra síðustu tvö ár,“ seg­ir í færslu Trumps.

Leiða má lík­ur að því að af­sögn­in teng­ist ákvörðun Trumps um að draga allt herlið Banda­ríkj­anna frá Sýr­landi en í fyrra­dag sagði Matt­is að enn sé mikið verk óunnið í Sýr­landi.

Ekki hef­ur verið til­kynnt hver taki við stöðu varn­ar­málaráðherra en Trump seg­ir að það verði ákveðið inn­an skamms.


Í upp­sagn­ar­bréfi sínu seg­ir Matt­is að ágrein­ing­ur hans og for­set­ans sé ástæða upp­sagn­ar­inn­ar. Matt­is tel­ur að for­set­inn hafi rétt á að hafa varn­ar­málaráðherra sem deil­ir bet­ur sjón­ar­miðum hans. 

Trump hef­ur í for­setatíð sinni lagt minni áherslu á að rækta sam­bandið við hefðbundn­ar banda­lagsþjóðir Banda­ríkj­anna en fyrri for­set­ar en Matt­is hef­ur á sama tíma lagt áherslu á gott sam­starf við banda­lagsþjóðir Banda­ríkj­anna. 

„Svo lengi sem Banda­rík­in eru ómiss­andi ríki í hinum frjálsa heimi get­um við ekki staðið vörð um hags­muni okk­ar eða gegnt hlut­verki okk­ar til fulls nema við viðhöld­um öfl­ug­um banda­lög­um og kom­um fram við banda­menn okk­ar af virðingu,“ seg­ir Matt­is í upp­sagn­ar­bréfi sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert