Eldgos í Etnu

Mikill reykur kemur úr eldfjallinu Etnu.
Mikill reykur kemur úr eldfjallinu Etnu. AFP

Eldfjallið Etna á Sikiley gaus í dag og spjó ösku yfir nærliggjandi svæði. Þó nokkrir minniháttar jarðskjálftar gengu einnig yfir og mældist sá stærsti 4.0.

Að sögn Boris Behncke eldfjallafræðings varð gosið á hlið eldfjallsins og virðist engin hætta vera á ferðinni.

Flugumferð yfir svæðið hefur verið bönnuð.

Etna, sem er 3.300 metra hátt fjall, er stærsta virka eldfjallið í Evrópu. Síðasta gosið þar varð vorið 2017 en síðasta stóra eldgosið varð þar veturinn 2008 til 2009.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert