Átta ára strákur lést á jólanótt

Þúsund­ir flótta­manna hafa und­an­farið komið frá ríkj­um Mið-Am­er­íku að landa­mær­um …
Þúsund­ir flótta­manna hafa und­an­farið komið frá ríkj­um Mið-Am­er­íku að landa­mær­um Banda­ríkj­anna en flest­ir eru á flótta und­an of­sókn­um, fá­tækt og of­beldi í heima­lönd­um sín­um. AFP

Átta ára gamall strákur frá Gvatemala sem fór með ólöglegum hætti yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést á bandarískri grundu á jólanótt. Samkvæmt yfirlýsingu vegna málsins er ekki vitað nákvæmlega hver dánarorsökin er.

Er þetta í annað skiptið á skömmum tíma þar sem barn lætur lílfið eftir að það kemur landamæri Bandaríkjanna frá Mexíkó. Sjö ára stúlka lét lífið um miðjan mánuðin en dánarorsök hennar var ofþornun og áfall.

Samkvæmt landamælaeftirliti Bandaríkjanna var strákurinn veikur í gær og færður á spítala í Nýju-Mexíkó. Þar fékk hann verkjalyf vegna hita og sýklalyf áður en hann var útskrifaður þaðan síðdegis í gær.

Hann kom aftur á spítalann í gærkvöldi eftir að hann hóf að kasta upp og lést nokkrum klukkustundum síðar.

Þúsund­ir flótta­manna hafa und­an­farið komið frá ríkj­um Mið-Am­er­íku að landa­mær­um Banda­ríkj­anna en flest­ir eru á flótta und­an of­sókn­um, fá­tækt og of­beldi í heima­lönd­um sín­um. Flest­ir koma frá Gvatemala, Hond­úras og El Sal­vador. 

Marg­ir láta það ekki stöðva sig að banda­rísk yf­ir­völd hafi gefið út yf­ir­lýs­ing­ar um að hver sá sem komi með ólög­leg­um hætti inn í landið eigi á hættu hand­töku, sak­sókn og að vera vísað úr landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert