Tveir víetnamskir ferðamenn létust

Giza-pýramídarnir í Egyptalandi.
Giza-pýramídarnir í Egyptalandi. AFP

Tveir víet­namsk­ir ferðamenn lét­ust og tíu særðust þegar vega­sprengja sprakk skammt frá rútu þeirra er hún var á ferð skammt frá Giza-pýra­míd­un­um í Kaíró í Egyptalandi.

Egypska inn­an­rík­is­ráðuneytið greindi frá þessu.

Alls voru 14 ferðamenn um borð í rút­unni, all­ir frá Víet­nam, þegar heima­gerð sprengja sprakk klukk­an 6.15 að staðar­tíma. Ökumaður rút­unn­ar og leiðsögumaður­inn, sem eru báðir Egypt­ar, slösuðust einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert