40 drepnir eftir sprengjuárás

Um borð í rútunni voru 14 víetnamskir ferðamenn og egypskir …
Um borð í rútunni voru 14 víetnamskir ferðamenn og egypskir leiðsögumaður og bílstjóri. AFP

Að minnsta kosti þrír víet­namsk­ir ferðamenn og egypsk­ur leiðsögumaður eru látn­ir og ell­efu særðir eft­ir að veg­sprengja sprakk í gær ná­lægt rútu þeirra skammt frá Gíza-pýra­míd­un­um fyr­ir utan egypsku höfuðborg­ina Kaíró.

Veg­sprengj­an er fyrsta mann­skæða árás­in í Egyptalandi þar sem er­lend­ir ferðamenn telj­ast til fórna­lamba í meira en ár. Fjöldi ferðamanna í land­inu snar­lækkaði eft­ir upp­reisn gegn þáver­andi for­seta Egypta, Hosni Mubarak, árið 2011. Und­an­farna mánuði hef­ur ferðaþjón­ust­an aft­ur tekið að sækja í sig veðrið eft­ir um­fangs­mikla her­ferð stjórn­valda gegn hryðju­verka­árás­um á ferðamenn.

Nokkuð er um her­skáa víga­hópa í Kaíró og ná­grenni sem hafa gert per­són­ur hlynnt­ar egypsk­um stjórn­völd­um að skot­marki sínu. Stjórn­völd hafa gert bar­áttu sína við slíka víga­hópa að for­gangs­verk­efni sínu í til­raun sinni til að koma á stöðug­leika í land­inu.

Sam­kvæmt Al Jazeera-frétta­veit­unni til­kynnti inn­an­rík­is­ráðuneyti Egypta­lands fyrr í dag að 40 mögu­leg­ir skæru­liðar hefðu verið drepn­ir sem andsvar við árás­inni í gær eft­ir að ör­ygg­is­sveit­ir stjórn­valda gerðu áhlaup á lík­lega viðverustaði víga­hópa. Voru 30 víga­menn drepn­ir í Gíza snemma í morg­un og síðar 10 til viðbót­ar á Norður-Sín­aískaga. 

Seg­ir árás­ina hryðju­verk

Ut­an­rík­is­ráðherra Víet­nam, Pham Binh Minh, sagði í færslu sinni á sam­fé­lags­miðlin­um Twitter að hann væri miður sín vegna árás­ar­inn­ar og að hann hefði farið þess á leit við egypsk stjórn­völd að ætt­ingj­um fórna­lambanna yrði veitt neyðar-vega­bréfs­árit­un.

Enn hef­ur eng­inn lýst yfir ábyrgð á árás­inni en talsmaður egypska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, Ah­med Hafez, sagði hana hryðju­verk. Þá hef­ur hann fyr­ir­skipað rétt­ar­lækn­is­fræðilega rann­sókn á þeim efn­um sem notuð voru við gerð sprengj­unn­ar og að all­ar ör­ygg­is­mynda­vél­ar í ná­grenn­inu verði skoðaðar ít­ar­lega.

Eft­ir því sem fram kem­ur á vef CNN var veg­sprengj­an heima­til­bú­in og hafði verið fal­in í múr­vegg við El-Maryout­iya Stræti og sprakk þegar rút­an ók fram hjá. Alls voru 16 manns um borð í rút­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert